Fara í innihald

I Am... Sasha Fierce

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
I Am... Sasha Fierce
Kápan á stöðluðu útgáfunni
Breiðskífa eftir
Gefin út12. nóvember 2008 (2008-11-12)
Tekin uppNóvember 2007 – ágúst 2008
Hljóðver
Ýmis
    • Chung King
    • Electric Lady
    • Germano
    • Roc the Mic
    • Strawberrybee Productions
      (New York-borg)
    • Bangladesh
    • PatchWerk
    • Silent Sound
    • Soapbox
    • Tree Sound (Atlanta)
    • 2nd Floor (Orlando)
    • South Beat (Miami Beach)
    • Music World (Houston)
    • Mansfield
    • The Campground (Los Angeles)
    • The Boom Boom Room (Burbank)
    • GAD (Ibiza)
Stefna
Lengd41:36
Útgefandi
Stjórn
  • Bama Boyz
  • Bangladesh
  • D-Town
  • Darkchild
  • Ian Dench
  • Blac Elvis
  • Toby Gad
  • Sean Garrett
  • Amanda Ghost
  • Andrew Hey
  • Jim Jonsin
  • Beyoncé Knowles
  • Harold Lilly
  • Dave McCracken
  • Rico Love
  • Ramon "REO" Owen
  • Stargate
  • Tricky Stewart
  • Ryan Tedder
  • The-Dream
  • Wayne Wilkins
Tímaröð – Beyoncé
B'Day
(2006)
I Am... Sasha Fierce
(2008)
4
(2011)
Smáskífur af I Am... Sasha Fierce
  1. „If I Were a Boy“
    Gefin út: 8. október 2008
  2. „Single Ladies (Put a Ring on It)“
    Gefin út: 13. október 2008
  3. „Diva“
    Gefin út: 20. janúar 2009
  4. „Halo“
    Gefin út: 10. janúar 2009
  5. „Ego“
    Gefin út: 19. maí 2009
  6. „Sweet Dreams“
    Gefin út: 2. júní 2009
  7. „Broken-Hearted Girl“
    Gefin út: 28. ágúst 2009
  8. „Video Phone“
    Gefin út: 22. september 2009
  9. „Why Don't You Love Me“
    Gefin út: 2. júlí 2010

I Am... Sasha Fierce er þriðja breiðskífa bandarísku söngkonunnar Beyoncé. Platan var gefin út 12. nóvember 2008 af Columbia Records og Music World Entertainment. Í upprunalegu útgáfunni var platan sniðin sem tvöföld plata, með það fyrir augum að markaðssetja tvískipta listræna persónu Beyoncé. Fyrri diskurinn I Am... inniheldur hægt og miðtempó popp og R&B ballöður, en sá síðari, Sasha Fierce (sem kenndur er við annað sjálf Beyoncé á sviðinu), leggur meiri áherslu á upptempó takta sem blanda saman eiginleikum rafpopps og europopps. Við textasmíð laganna vann Beyoncé með lagahöfundum, í hverri upptökulotu var lifandi hljómsveitarflutningur.

Beyoncé þakkaði bæði eiginmanni sínum, rapparanum Jay-Z, og djasssöngkonunni Ettu James fyrir að hafa veitt henni innblástur til að láta reyna á takmörk sín sem lagahöfundur og listamaður. Tónlistarstefna I Am... sótti innblástur sinn frá þjóðlagatónlist og jaðarrokki og blandaði eiginleikum kassagítars inn í samtímaballöður. Beyoncé samdi og sá um upptökustjórn laganna í samvinnu við Babyface, Tricky Stewart, The-Dream og Ryan Tedder. Í upptökustjórn Sasha Fierce voru meðal annars Darkchild og Sean Garrett.

I Am... Sasha Fierce fékk misjafna og jákvæða dóma frá tónlistargagnrýnendum og seldist vel, hún fór beint á toppinn á bandaríska Billboard 200 vinsældarlistanum, með 482.000 eintök seld fyrstu vikuna, og varð þetta þriðja sólóplata Beyoncé til að ná efsta sæti vinsældarlistans í Bandaríkjunum. Platan hefur verið viðurkennd sem sexföld platínu plata af Recording Industry Association of America (RIAA) eftir að hafa selst í yfir sex milljónum eintaka í Bandaríkjunum. Á heimsvísu hefur hún hlotið eina demantsviðurkenningu og meira en þrjátíu viðurkenningar sem platínu plata. I Am.. Sasha Fierce hefur selst í 10 milljónum eintaka um allan heim, sem gerir hana að einni af mest seldum plötum 21. aldarinnar.[1] Platan hlaut sjö tilnefningar á 52. Grammy-verðlaunahátíðinni, þar á meðal tilnefningu fyrir plötu ársins, og vann sex verðlaun. Beyoncé sló þar með metið fyrir flest Grammy verðlaun sem kona hefur unnið á einu kvöldi.

Af plötunni komu í heildina níu smáskífur. Fyrsta smáskífan, „If I Were a Boy“, var í efsta sæti vinsældarlista í yfir tíu löndum og náði þriðja sæti á Billboard Hot 100 vinsældarlistanum. Önnur smáskífan, „Single Ladies (Put a Ring on It)“, varð fimmta smáskífa hennar til að komast í efsta sæti á Hot 100 vinsældarlistanum. Báðar náðu miklum vinsældum á heimsvísu. Næstu smáskífur plötunnar, „Diva“ og „Ego“, voru eingöngu gefnar út í Bandaríkjunum, en „Halo“ og „Sweet Dreams“ voru markaðssettar á alþjóðavettvangi sem þriðju og fjórðu smáskífur plötunnar. Smáskífan „Broken-Hearted Girl“ var gefin út á alþjóðavettvangi sem fimmta smáskífan, en „Video Phone“ var áttunda smáskífan í heildina og kom út í september 2009. Níunda og síðasta smáskífan, „Why Don't You Love Me“, kom út í júlí 2010. Til að kynna plötuna kom Beyoncé fram á nokkrum verðlaunahátíðum og sjónvarpsþáttum víðsvegar um Evrópu og Ameríku og fór í tónleikaferðalagið I Am... World Tour árin 2009 til 2010.

I Am... - Hefðbundin útgáfa:

  1. „If I Were a Boy“
  2. „Halo“
  3. „Disappear“
  4. „Broken-Hearted Girl“
  5. „Ave Maria“
  6. „Satellites“

Sasha Fierce - Hefðbundin útgáfa:

  1. „Single Ladies (Put a Ring on It)“
  2. „Radio“
  3. „Diva“
  4. „Sweet Dreams“
  5. „Video Phone“

Fyrirmynd greinarinnar var „I Am... Sasha Fierce“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 4. maí 2023.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Kimble-Ellis, Sonya (1. janúar 2012). Popular Icons: Beyonce. ISBN 978-1-4381-4116-9. Sótt 14. desember 2021.