Streymi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Streymi er miðlunartækni á Interneti þannig að notendur geta hlaðið niður eða sótt margmiðlunarefni og spilað það í tölvu sinni jafnóðum og það berst að. Margmiðlunarskrár byrja þá strax að spilast en ekki þarf að bíða þangað til öll skráin hefur hlaðist niður.

Beint streymi er þegar upptaka er send út á netinu um leið og hún verður til. Dæmi um beint streymi er streymi úr vefmyndavélum sem sent er út á netið og þegar streymt er frá viðburðum, eins og jarðarförum. Þá er hægt að fylgjast með viðburðinum í beinni eða svo til beinni útsendingu.

Streymisveita er netþjónusta sem býður upp á margmiðlunarstreymi gegn skráningu og/eða gjaldi. Dæmi um sjónvarpsstreymisveitur eru Netflix, Hulu, Viaplay, Prime Video, Plex, Disney Plus, HBO Max og Peacock. Til eru tvær íslenskar streymisveitur sem eru Stöð 2+ og Sjónvarp Símans Premium. Til stendur að íslenska ríkið muni stofna Streymsiveitu.[1]

  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. „Kvikmyndaarfur Íslendinga á nýrri streymisveitu“. Kvikmyndamiðstöð Íslands . Sótt 6. júlí 2021.