Dangerously in Love

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dangerously in Love
Breiðskífa eftir
Gefin út20. júní 2003 (2003-06-20)
Tekin uppMars 2002 – mars 2003
Hljóðver
Ýmis
StefnaR&B
Lengd60:52
Útgefandi
Stjórn
  • Nat Adderley, Jr.
  • Sherrod Barnes
  • Mark Batson
  • Craig Brockman
  • D-Roy
  • Missy Elliott
  • Focus...
  • Rich Harrison
  • Andreao "Fanatic" Heard
  • Beyoncé Knowles
  • Errol "Poppi" McCalla, Jr.
  • Mr. B
  • The Neptunes
  • Nisan Stewart
  • Scott Storch
  • Kanye West
  • Bryce Wilson
Tímaröð – Beyoncé
Dangerously in Love
(2003)
B'Day
(2006)
Smáskífur af Dangerously in Love
  1. „Crazy in Love“
    Gefin út: 14. maí 2003
  2. „Baby Boy“
    Gefin út: 3. ágúst 2003
  3. „Me, Myself and I“
    Gefin út: 19. október 2003
  4. „Naughty Girl“
    Gefin út: 14. mars 2004
  5. „The Closer I Get to You“
    Gefin út: 13. júní 2004

Dangerously in Love er fyrsta sólóplata bandarísku söngkonunnar Beyoncé. Platan var gefin út 20. júní 2003 af Columbia Records og Music World Entertainment.

Við upptökur á þriðju stúdíóplötu Destiny's Child, Survivor, árið 2001, tilkynnti hljómsveitin að hver meðlimur myndi framleiða sólóplötur. Upptökur fyrir Dangerously in Love fóru fram frá mars 2002 til mars 2003 í ýmsum upptökuverum á meðan hljómsveitin var í hléi. Sem aðalframleiðandi plötunnar tók Beyoncé stærra hlutverk í framleiðslu hennar, samdi meirihluta laganna, valdi hvaða lög átti að framleiða og deildi hugmyndum um blöndun og mastering. Þrátt fyrir að hún hafði hljótt um merkinguna á bak við lög plötunnar gáfu fjölmiðlar sér það, út frá undirliggjandi merkingum laganna, sem vísun til náins sambands hennar við rapparann Jay-Z. Tónlistarstefna plötunnar er R&B tónlist og er blanda af lögum með hröðum takti og ballöðum, en þau innihalda einnig þætti af sálartónlist, hipphoppi og arabískri tónlist.

Við útgáfu fékk Dangerously in Love almennt jákvæða dóma frá tónlistargagnrýnendum, en margir þeirra hrósuðu „listrænu stökki“ Beyoncé frá fyrri verkum. Platan var vinsæl á alþjóðavettvangi og fór beint á toppinn á Billboard 200 vinsældarlistanum og seldist í 317.000 eintökum fyrstu vikuna og varð Beyoncé sá meðlimur Destiny's Child sem seldi flestar plötur á fyrstu viku eftir útgáfu sólóplötu. Á 46. Grammy-verðlaunahátíðinni vann platan og lög hennar fimm verðlaun, þar á meðal verðlaunin Best Contemporary R&B Album, og jafnaði Beyoncé þar af leiðandi met Lauryn Hill, Alicia Keys og Norah Jones fyrir flest Grammy-verðlaun sem kona hefur unnið á einu kvöldi. Dangerously in Love hefur verið viðurkennd sem sexföld platínu plata af Recording Industry Association of America (RIAA) og hefur, frá og með 2011, selst í yfir 11 milljónum eintaka um allan heim.

Af Dangerously in Love komu fjórar smáskífur. Smáskífan „Crazy in Love“ var átta vikur í röð í efsta sæti á bandaríska Billboard Hot 100 vinsældarlistanum, komst á topp tíu í næstum öllum vinsældarlistum sem hún komst á og vann tvenn Grammy-verðlaun. Önnur smáskífa plötunnar, „Baby Boy“, endurtók alþjóðlegan árangur „Crazy in Love", en var einni viku lengur í efsta sæti Billboard Hot 100 listans. Þriðja smáskífan, „Me, Myself and I“, komst hæst í fjórða sæti á Billboard Hot 100, en komst ekki eins hátt og forverar hennar á alþjóðavettvangi. Fjórða smáskífan, „Naughty Girl“, komst hæst í þriðja sæti á Billboard Hot 100 og á topp tíu í nokkrum öðrum löndum. Beyoncé kynnti plötuna með fjölmörgum tónleikum og tveimur tónleikaferðum sem voru Dangerously in Love Tour árið 2004 og Verizon Ladies First Tour árið 2004, en síðari tónleikarnir voru með Alicia Keys og Missy Elliott, en Keys framleiddi tónleikaplötuna Live at Wembley.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

Lagalisti hefðbundnu útgáfu plötunnar:

  1. „Crazy in Love“ (ásamt Jay-Z) 3:56
  2. „Naughty Girl“ 3:28
  3. „Baby Boy“ (ásamt Sean Paul) 4:04
  4. „Hip Hop Star“ (ásamt Big Boi and Sleepy Brown) 3:42
  5. „Be with You“ 4:20
  6. „Me, Myself and I“ 5:01
  7. „Yes“ 4:19
  8. „Signs“ (ásamt Missy Elliott) 4:58
  9. „Speechless“ 6:00
  10. „That's How You Like It“ (ásamt Jay-Z) 3:39
  11. „The Closer I Get to You“ (dúett með Luther Vandross) 4:57
  12. „Dangerously in Love“ 2 4:53
  13. „Beyoncé Interlude“ 0:16
  14. „Gift from Virgo“ 2:43
  15. „Daddy“ 4:58

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Dangerously in Love“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 2. maí 2023.