Devanagarí

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Devanagari)

Devanagarí (hindí: देवनागरी, Devanāgarī), einnig kallað nagarí, er ritkerfi Indlands og Nepal. Ritkerfið var fundið upp á 11. öld út frá fornri skrift sem nefnist brahmi. Miklar bókmenntir á sanskrít hafa verið gefnar út með þessu letri en það hefur þó enga opinbera stöðu sem ritkerfi þeirrar tungu og fleiri hafa verið notuð. Skriftin er skrifuð frá vinstri til hægri, notar ekki hástafi, er af gerðinni abúgída, samanstendur af 48 bókstöfum; 34 samhljóðum og 14 sérhljóðum, og nánast allir stafirnir bera einkennandi línu sem gengur í gegnum stafinn að ofan.

Devanagarí er notað til að skrifa hindí, maratí og nepölsku. Frá því á 19. öld hefur það verið mest notaða skrift fyrir sanskrít. Skriftin er líka notuð fyrir bojpurí, gujarí, paharí (garvalí og kúmaní), konkaní, magahí, maítilí, marvarí, bilí, nevarí, santalí, tarú og stundum sindí, sérpu og kasjmirí. Áður fyrr var hún notuð til að skrifa gújaratí.

Nafnið „devanagarí“ er upprunið af tveimur orðum úr sanskrít; deva kemur af orðinu „guð“ eða „guðlegur“ og nāgarī kemur af orðinu „borg“ og má lauslega þýða sem „skrift guðsborgar“ eða „hin guðlega skrift“.

Sérhljóðar[breyta | breyta frumkóða]

Sérhljóðarnir og kerfið þeirra eru:

sjálfstæð mynd Rómanskur stafur með प sjálfstæð mynd Rómanskur stafur með प
kaṇṭhya
(kokhljóð)
a ā पा
tālavya
(framgómhljóð)
i पि ī पी
oṣṭhya
(varahljóð)
u पु ū पू
mūrdhanya
(rishljóð)
पृ पॄ
dantya
(tannhljóð)
पॢ पॣ
kaṇṭhatālavya
(framgómkokhljóð)
e पे ai पै
kaṇṭhoṣṭhya
(varakokhljóð)
o पो au पौ

Samhljóðar[breyta | breyta frumkóða]

Samhljóðarnir og kerfið þeirra eru:

sparśa
(lokhljóð)
anunāsika
(nefhljóð)
antastha
(skriðhljóð)
ūṣma/saṃghashrī
(önghljóð)
röddun aghoṣa ghoṣa aghoṣa ghoṣa
fráblástur alpaprāṇa mahāprāṇa alpaprāṇa mahāprāṇa alpaprāṇa mahāprāṇa
kaṇṭhya
(kokhljóð)
ka
[/k/]
kha
[/kʰ/]
ga
[/ɡ/]
gha
[/ɡʱ/]
ṅa
[/ŋ/]
ha
[/ɦ/]
tālavya
(framgómhljóð)
cha
[/c, t͡ʃ/]
chha
[/cʰ, t͡ʃʰ/]
ja
[/ɟ, d͡ʒ/]
jha
[/ɟʱ, d͡ʒʱ/]
ña
[/ɲ/]
ya
[/j/]
śa
[/ɕ, ʃ/]
mūrdhanya
(rishljóð)
ṭa
[/ʈ/]
ṭha
[/ʈʰ/]
ḍa
[/ɖ/]
ḍha
[/ɖʱ/]
ṇa
[/ɳ/]
ra
[/r/]
ṣa
[/ʂ/]
dantya
(tannhljóð)
ta
[/t̪/]
tha
[/t̪ʰ/]
da
[/d̪/]
dha
[/d̪ʱ/]
na
[/n/]
la
[/l/]
sa
[/s/]
oṣṭhya
(varahljóð)
pa
[/p/]
pha
[/pʰ/]
ba
[/b/]
bha
[/bʱ/]
ma
[/m/]
va
[/ʋ/]

Tölustafir[breyta | breyta frumkóða]

0 1 2 3 4 5 6 7 8 9

Ritvél[breyta | breyta frumkóða]

Standard typewriter keyboard layout used in India
Standard typewriter keyboard layout used in India

Unicode fyrir devanagarí[breyta | breyta frumkóða]

Svið Devanāgarī Unicode er U+0900 .. U+097F.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]