Fara í innihald

Finnska borgarastyrjöldin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Finnska borgarastyrjöldin
Hluti af fyrri heimsstyrjöldinni, rússnesku borgarastyrjöldinni og byltingunum 1917–1923

Byggingar í rúst eftir átök borgarastyrjaldarinnar í Tampere.
Dagsetning
  • 27. janúar – 15. maí 1918
  • (3 mánuðir, 2 vikur og 4 dagar)
Staðsetning
Niðurstaða

Sigur finnsku hvítliðanna

  • Stofnun Konungsríkisins Finnlands
  • Þýsk yfirráð þar til í nóvember 1918
  • Sundrung í finnsku samfélagi
  • Hrun finnsku rauðliðanna
Stríðsaðilar
Leiðtogar
Fjöldi hermanna
  • Rauðliðar 80.000–90.000 (2.600 konur)
  • Fyrrverandi hermenn úr rússneska keisarahernum 7.000–10.000[2]
Mannfall og tjón
  • Hvítliðar
    • 3.500 drepnir
    • 1.650 teknir af lífi
    • 46 týndir
    • 4 látnir í haldi
  • Sænskir sjálfboðaliðar
    • 55 drepnir
    • Þjóðverjar
    • 450–500 drepnir[5]
  • Alls
    • 5.700–5.800 dauðsföll (100–200 hlutlausir/„hvítir“ borgarar)
  • Rauðliðar
    • 5.700 drepnir
    • 10.000 teknir af lífi
    • 1.150 týndir
    • 12.500 látnir í haldi, 700 bráðkvaddir eftir lausn
  • Rússar
    • 800–900 drepnir
    • 1.600 teknir af lífi [5]
  • Alls
    • 32.500 dauðsföll (100–200 hlutlausir/óbreyttir borgarar)

Finnska borgarastyrjöldin (finnska: Suomen sisällissota; sænska: Finska inbördeskriget; rússneska: Гражданская война в Финляндии) var stríð um yfirráð í Finnlandi þegar landið breyttist úr rússnesku stórfurstadæmi í sjálfstætt ríki. Stríðið braust út í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar í Evrópu og rússnesku byltingarinnar. Borgarastríðið var á milli rauðliða, sem lutu stjórn finnska sósíaldemókrataflokksins, og hvítliða, sem samanstóðu af íhaldsöflum finnska þingsins. Her rauðliða, sem aðallega var skipaður iðnaðar- og landbúnaðarverkamönnum, náði stjórn á borgum og iðnkjörnum Suður-Finnlands. Her hvítliða, sem skipaður var bændum og mið- og hástéttarmönnum, náði stjórn í strjálbýlli hlutum Mið- og Norður-Finnlands.

Á árunum í aðdraganda borgarastyrjaldarinnar hafði finnskt samfélag umbreyst af fólksfjölgun, iðnvæðingu, þéttbýlismyndun og þróun stéttarhreyfinga. Stjórnkerfi landsins var í miðri lýðræðis- og nútímavæðingu og því viðkvæmt. Efnahags- og samfélagsaðstæður Finna höfðu batnað hægt og bítandi og því hafði þjóðernis- og menningarvitund þeirra aukist.

Í fyrri heimsstyrjöldinni hrundi rússneska keisaradæmið og því hékk staða Finnlands í lausu lofti. Úr varð valdabarátta og vígbúnaðarkapphlaup milli vinstrisinnaðra verkamannahreyfinga og hægrisinnaðra íhaldsafla. Rauðliðarnir hrundu af stað misheppnuðu áhlaupi í febrúar árið 1918 með herstuðningi frá hina nýstofnaða Sovét-Rússlandi. Hvítliðarnir hrundu af stað gagnáhlaupi í mars og hlutu liðsauka frá þýska keisaraveldinu í apríl. Helstu orrusturnar voru háðar við Tampere og Vyborg, þar sem hvítliðar unnu sigur, og við Helsinki og Lahti, þar sem þýskir hermenn báru sigur úr býtum. Hvítliðar og þýskir bandamenn þeirra unnu stríðið að endingu. Miklu ofbeldi gegn pólitískum andófsmennum var beitt á báðum hliðum. Um 12.500 stríðsfangar úr röðum rauðliða létust úr vannæringu og sjúkdómum í fangabúðum hvítliða. Alls létust um 39.000 manns, þar af 36.000 Finnar, í átökunum.

Eftir átökin urðu Finnar hluti af áhrifasvæði Þjóðverja í stað Rússa og gerðu áætlanir um að stofna finnskt konungsríki með ættingja Vilhjálms 2. Þýskalandskeisara á konungsstól. Þegar Þýskaland tapaði fyrri heimsstyrjöldinni og keisarinn sagði af sér síðla árs 1918 var hætt við þetta og í staðinn stofnað finnskt lýðveldi. Borgarastyrjöldin skildi eftir sig djúp sár í þjóðarsál Finnlands sem tók marga áratugi að græða.

  • Borgþór Kjærnested (27. mars 2018). „Af hverju varð borgarastríð í Finnlandi 1918?“. Vísindavefurinn. Sótt 24. febrúar 2024.
  • Borgþór Kjærnested (6. apríl 2018). „Hvað getur þú sagt mér um finnsku borgarastyrjöldina 1918?“. Vísindavefurinn. Sótt 24. febrúar 2024.
  • Arimo, Reino (1991). Saksalaisten sotilaallinen toiminta Suomessa 1918 [Þýskar hernaðaraðgerðir í Finnlandi 1918] (finnska). Jyväskylä: Gummerus. ISBN 978-951-96-1744-2.
  • Eerola, Jari; Eerola, Jouni (1998). Henkilötappiot Suomen sisällissodassa 1918 [Mannfall í finnsku borgarastyrjöldinni 1918] (finnska). Turenki: Jaarli. ISBN 978-952-91-0001-9.
  • Muilu, Heikki (2010), Venäjän sotilaat valkoisessa Suomessa, Jyväskylä: Atena, ISBN 978-951-796-624-5
  • Paavolainen, Jaakko (1966). Poliittiset väkivaltaisuudet Suomessa 1918, I Punainen terrori [Pólitískt ofbeldi í Finnlandi 1918, I Rauða hættan] (finnska). Helsinki: Tammi.
  • Pipes, Richard (1996). A Concise History of the Russian Revolution. New York: Vintage Books. ISBN 0-679-74544-0.
  • Roselius, Aapo (2004). „Saksalaisten henkilötappiot Suomessa vuonna 1918“ [Þýsk dauðsföll í Finnlandi 1918]. Í Westerlund, L. (ritstjóri). Sotaoloissa vuosina 1914–1922 surmansa saaneet [Dauðsföll í stríðsaðstæðum frá 1914 til 1922] (finnska). Helsinki: VNKJ 10/2004, Edita. bls. 165–176. ISBN 952-5354-52-0.
  • Tikka, Marko (2014). „Warfare & Terror in 1918“. Í Tepora, T.; Roselius, A. (ritstjórar). The Finnish Civil War 1918: History, Memory, Legacy. Leiden: Brill. bls. 90–118. ISBN 978-90-04-24366-8.
  • Upton, Anthony F. (1981). Vallankumous Suomessa 1917–1918 [Bylting í Finnlandi 1917–1918] (finnska). II. árgangur. Jyväskylä: Gummerus. ISBN 951-26-2022-7.
  • Westerlund, Lars (2004a). Sotaoloissa vuosina 1914–1922 surmansa saaneet [Þeir sem voru drepnir á stríðstíma frá 1914 til 1922] (finnska). Helsinki: VNKJ 10/2004, Edita. ISBN 952-5354-52-0.
  • Westerlund, Lars; Kalleinen, Kristiina (2004). „Loppuarvio surmansa saaneista venäläisistä“ [Endanlegt mat á Rússum sem voru drepnir]. Í Westerlund, L. (ritstjóri). Venäläissurmat Suomessa 1914–1922, 2.2. Sotatapahtumat 1918–1922 [Rússnesk dauðsföll í Finnlandi 1914–1922, 2.2. Stríðsviðburðir 1918–1922] (finnska). Helsinki: VNKJ 3/2004c, Edita. bls. 267–271. ISBN 952-5354-45-8.
  • Ylikangas, Heikki (1993a), Tie Tampereelle, Porvoo: WSOY, ISBN 951-0-18897-2

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Þ. á m. leynilegt samstarf á milli Þjóðverja og rússneskra Bolsévika 1914–1918, Pipes 1996, bls. 113–149, Lackman 2009, bls. 48–57, McMeekin 2017, bls. 125–136
  2. 2,0 2,1 Arimo 1991, bls. 19–24, Manninen 1993a, bls. 24–93, Manninen 1993b, bls. 96–177, Upton 1981, bls. 107, 267–273, 377–391, Hoppu 2017, bls. 269–274
  3. Ylikangas 1993a, bls. 55–63
  4. Muilu 2010, bls. 87–90
  5. 5,0 5,1 Paavolainen 1966, Paavolainen 1967, Paavolainen 1971, Upton 1981, bls. 191–200, 453–460, Eerola & Eerola 1998, Þjóðskjalasafn Finnlands 2004 Geymt 10 mars 2015 í Wayback Machine, Roselius 2004, bls. 165–176, Westerlund & Kalleinen 2004, bls. 267–271, Westerlund 2004a, bls. 53–72, Tikka 2014, bls. 90–118