Fara í innihald

Viðskeytamál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Viðskeytamál er tungumál þar sem notast er við mörg viðskeyti til að mynda orð. Í viðskeytamáli geta orð samanstaðið af fleiri myndönum en hvert myndan helst óbreytt (bæði hvað varðar framburð og rithátt), þar sem í beygingamáli geta myndön breyst mikið þegar þeim er skeytt saman. Í viðskeytamáli táknar hvert viðskeyti oft eingöngu eina formdeild (t.d. nefnifall eintölu), en á beygingamáli getur eitt viðskeyti táknað fleiri en eina formdeild.

Viðskeytamál og beygingamál mynda hvort endapunkt á sömu samfellu. Tungumál getur borið merki bæði viðskeytamáls og beygingamáls. Sem dæmi má nefna japönsku, sem er almennt séð viðskeytamál, en ber merki beygingamáls í einstökum orðum svo sem otōto (弟 „yngri bróðir“, af oto og hito) og í sagnbeygingum.

Í viðskeytamálum eru mörg myndön í einu orði. Þau eru oft mjög regluleg og lítið er um óreglulegar sagnbeygingar. Í japönsku eru aðeins tvær sagnir sem eru að fullu óreglulegar (ásamt ellefu sem eru að nokkru leyti óreglulegar), þar sem í ketsjúa er engin óregluleg sögn. Í tyrknesku er eingöngu eitt óreglulegt nafnorð, su „vatn“ og engar óregulegar sagnir nema tengisagnir. Undantekning er georgíska, sem ber mörg merki viðskeytamáls (orð getur haft allt að átta myndön) en hefur margir óreglulegar sagnir.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.