Fara í innihald

Framsöguháttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Framsöguháttur (skammstafað sem fsh. eða fh.) flokkast undir hætti sagna (nánar til tekið persónuhátt). Framsöguhátturinn lætur oftast í ljós hlutlausa frásögn, beinar fullyrðingar (hvort sem þær eru sannar eða ósannar) og beinar spurningar („ég fer á morgun“, „ferðu á morgun?“). Framsöguháttur er til í persónum, tölum, tíðum og myndum.

Framsöguháttur í íslensku[breyta | breyta frumkóða]

Sem dæmi má taka sagnbeyging sagnarinnar að „njóta“ eftir persónum í nútíð og þátíð:

Nútíð (nt.) Þátíð (þt.)
Eintala (et.) Fleirtala (ft.) Eintala (et.) Fleirtala (ft.)
1. persóna (1.p.) Ég nýt Við njótum Ég naut Við nutum
2. persóna (2.p.) Þú nýtur Þið njótið Þú naust Þið nutuð
3. persóna (3.p.) Hann/hún/það nýtur Þeir/þær/þau njóta Hann/hún/það naut Þeir/þær/þau nutu

Dæmi[breyta | breyta frumkóða]

  • Ég fer í bíó í hverri viku.
  • Hann leikur mann sem kemst að því að heimurinn er lygi.
  • Hefur þú lesið nýju bókina?


Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.