Lauf
Útlit
Lauf eða laufblað er samkvæmt grasafræðinni sú líffræðilega eining plantna sem vinnur orku úr sólinni með ljóstillífun. Laufblað er oftast þunnt og flatt, en lauf geta einnig verið oddlaga eins og t.d. barrnálar. Lauf sumra plantna falla af á haustin og er slík planta sögð sumargræn, en felli hún ekki lauf er hún sígrænn. Laufblöð sígrænna plantna geta lifað lengi, furublöðin t.a.m. í 3-5 ár og greniblöðin 12-13 ár.
Á blómplöntunum eru fernskonar blöð: Lágblöð, laufblöð, háblöð og blómblöð.