Fara í innihald

Leikfélag Ölfuss

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Leikfélag Ölfuss er áhugaleikfélag í Þorlákshöfn sem var stofnað haustið 2005. Þá hafði ekki verið starfrækt leikfélag þar í um það bil 10 ár. Ákveðið var að fyrsta verkefnið yrði létt skemmtidagskrá og efnivið skyldi sækja til hippatímabilsins. Svanur Gísli Þorkelsson tók að sér að semja handrit og leikstýra. Leikfélagið fékk aðstöðu til æfinga og sýninga í Versölum, fjölnota menningarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins Ölfuss og verkið var frumsýnt í janúar 2006. Leikfélag Ölfuss er aðili að Bandalagi íslenskra leikfélaga.

Önnur verkefni félagsins

[breyta | breyta frumkóða]
 • 2007 Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan eftir Marc Camoletti - Leikstjóri Hörður Sigurðarson
 • 2008 Mómó eða skrítin saga um tímaþjófana og barnið sem frelsaði tímann úr klóm þeirra eftir Michael Ende - Leikstjóri Hrund Ólafsdóttir
 • 2009 Blúndur og blásýra eftir Joseph Kesselring - Leikstjóri Gunnar Björn Guðmundsson
 • 2009 Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Bachman - Leikstjóri Gunnar Björn Guðmundsson
 • 2010 Margt er skrýtið eftir Magnús J. Magnússon - Leikstjóri Magnús J. Magnússon
 • 2010 Stútungasaga eftir Ármann Guðmundsson, Hjördísi Hjartardóttur, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason - Leikstjóri Ármann Guðmundsson
 • 2011 Himnaríki eftir Árna Ibsen - Leikstjóri Gunnar Björn Guðmundsson
 • 2012 Rummungur ræningi eftir Otfried Preussler - Leikstjóri Ármann Guðmundsson
 • 2013 Makalaus sambúð eftir Neil Simon - Leikstjóri Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson
 • 2014 Loki Laufeyjarson eftir Guðmund Lúðvík Þorvaldsson, Gísla Björn Heimisson og Guðrúnu Sóleyju Sigurðardóttur
 • 2015 Enginn með Steindóri eftir Nínu Björk Jónsdóttur - Leikstjóri F. Elli Hafliðason