Ungmennafélagið Skallagrímur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ungmennafélagið Skallagrímur er ungmennafélag í Borgarnesi. Félagið er bæði íþróttafélag og leikfélag í senn. Íþróttir sem stundaðar eru innan félagsins eru badminton, frjálsar íþróttir, körfuknattleikur, knattspyrna og sund. Félagið er svo í samstarfi við Íþróttafélagið Kveldúlf, sem er íþróttafélag fatlaðra í Borgarbyggð og er félagið með öflugt starf fyrir fatlaða og aldraða þar sem æft er boccia. Körfuknattleiksdeild Skallagríms og Háskólinn á Bifröst gerðu samning, þann 4. nóvember 2010 að þeir nemendur sem eru samningsbundnir Skallagrími fái niðurfelld skólagjöld. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi aðferð hefur verið farin á íslandi.[1]

Handball pictogram Lið í Subway deild karla 2022-2023 Flag of Iceland

Grindavík  • Tindastóll  • ÍR  • Keflavík  • KR  • Njarðvík  •
Haukar  • Breiðablik  • Stjarnan  • Höttur  • Þór Þ.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Körfuknattleiksmenn úr Skallagrími fá niðurfelld skólagjöld“. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. nóvember 2010. Sótt 6. nóvember 2010.