Snúningsvægi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Vægi)
Jump to navigation Jump to search
Skýringarhreyfimynd, sem sýnir samband snúningsvægis (τ) hlutar, sem snýst með skriðþunga (p), við kraft (F), sem verkar hornrétt á snúningsarminn (r). Hverfiþungi kerfisins er táknaður með (L). (Möguleg áhrif þyngdarafls ekki reiknuð)

Snúningsvægi eða vægi (stundum kallað móment) er tilhneiging krafts, sem verkar á hlut, að snúa honum um snúningsás, oft táknað með τ. SI-mælieining: N m = kg m2 s-2.

Snúningsvægi getur einnig verkað á hlut, sem eru kyrr, en þá gildir að summa allra snúningsvægja, sem á hlutinn verka, er núll.

Skilgreining á snúningsvægi :

þar sem

er Vigur snúningsarms (frá snúningás að átakspunkti krafts),
er krafturinn.

Einnig má reikna snúningsvægi, sem tímaafleiðu hverfiþungans:

þar sem L er hverfiþungi.

Greinilegt er að hverfinþungi varðveitist (L = fasti) þegar ytra snúningsvægi er núll.

Ef kraftur og snúningarmur eru fastar má reikna vægið með jöfnunni:

,

þar sem θ er hornið milli krafts og snúningsarms.

  Þessi eðlisfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.