Fara í innihald

Axel Revold

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Axel Julius Revold (fæddur í Álasundi 21. desember 1887, látinn í Bærum 1962) var norskur myndlistarmaður.

Revold menntaði sig við Statens Tegneskole í Kristjaníu (Ósló) á árunum 1906 til 1908. Þá lærði hann hjá Henri Matisse í París (1908-1910) og kom sýndi fyrst á sýningu haustið 1910. Revold var undir áhrifum landslagsins í norður-Noregi sem blandaðist kúbisma svo hann flokkaðist undir módernisma.

Freskutímabilið

[breyta | breyta frumkóða]

Axel Revold var einn af upphafsmönnum svokallaðs „freskutímabils“ í norskri list ásamt þeim Per Krogh og Alf Rolfsen. Freskurnar í Bergen Børs voru málaðar 1921-1923. Ásamt Per Krogh málaði hann einnig veggi Háskólabókasafnsins í Ósló árið 1933. Þá málaði hann freskur í ráðhúsi Óslóar 1950.

Hann rak eigin myndlistarskóla og varð prófessor við Statens Kunstakademi árin 1925-1946). Hann var forsprakki þess að stofna listamannahús í Svolvær og verk hans, Fiskevær i Lofoten, var á norska 5-kr seðlinum á árabilinu 1955-1963.