Fara í innihald

Unai Emery

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Unai Emery
Unai Emery
Upplýsingar
Fullt nafn Unai Emery Etxegoien
Fæðingardagur 3. nóvember 1971 (1971-11-03) (53 ára)
Fæðingarstaður    Hondarribia, Spánn
Hæð 1,80 m
Leikstaða Miðherji
Yngriflokkaferill
1986–1990 Real Sociedad
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1990-1995 Real Sociedad B 89 (7)
1995-1996 Real Sociedad 5 (1)
1996-2000 CD Toledo 126 (2)
2000-2002 Racing Ferrol 61 (7)
2002-2003 Leganés 28 (0)
2003-2004 Lorca Deportiva 30 (1)
Þjálfaraferill
2004–2006
2006–2008
2008–2012
2012
2013-2016
2016-2018
2018-2019
2020-2022
2022-
Lorca Deportiva
UD Almería
Valencia CF
Spartak Moskva
Sevilla FC
Paris Saint-Germain
Arsenal FC
Villareal FC
Aston Villa

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Unai Emery er spænskur knattspyrnustjóri sem stýrir enska liðinu Aston Villa. Hann er fyrrum knattspyrnumaður og spilaði fyrir ýmis lið á Spáni. Árið 2004 hóf hann þjálfaraferil sinn. Emery hefur unnið Evrópudeildina þrisvar með Sevilla FC og vann frönsku Ligue 1 með Paris Saint-Germain tímabilið 2017-2018 ásamt 6 bikartitlum.

Emery var sagt upp hjá Arsenal eftir slakt gengi en hann var með liðið frá 2018-2019. Hann tók við Villareal FC árið 2020. Emery vann Evrópudeildina 2021 með Villareal eftir 11-10 sigur í vítakeppni gegn Manchester United. Það var fjórði evróputitill hans.

Haustið 2022 tók hann við Aston Villa þegar Steven Gerrard var rekinn frá félaginu.