Fara í innihald

Apókrýf rit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Apokrýfar bækur)

Apókrýf rit eru rit af óvissum uppruna, eða rit sem eru ekki að fullu viðurkennd eða löggilt af kirkjunni. Þau nefndust áður fyrr stundum ýkjuguðspjöll[1] á íslensku, en hafa einnig verið kallaðar launbækur. Apokrýfur (einnig Apókrýfar bækur eða Apókrýfískar bækur biblíunnar) eru utanbiblíurit; það er að segja rit sem standa nærri viðurkenndum bókum Biblíunnar en eru ekki tekin í tölu þeirra. Forngríska lýsingarorðið ἀπόκρυφος (apokryfos) þýðir í raun „það sem dulið er.“ Í annan stað er stundum talað um apókrýf rit, þegar átt er við rit sem standa einhverju ritsafni nærri að efni og formi, en eru af einhverjum ástæðum ekki tekin með.

Dæmi um apókrýf rit

[breyta | breyta frumkóða]

Í kristnum bókmenntum eru einkum þrír flokkar af apókrýfum ritum:

Til viðbótar má nefna ritaflokk sem kallast:

Þegar gerður er skýr greinarmunur á viðurkenndum (kanónískum) og apókrýfum ritum, þá felur það í sér að hin fyrrnefndu séu viðurkennd eða löggilt sem leiðsögn í trúarlegum efnum. Það er þó engin trygging fyrir því að þau hafi sögulegt heimildargildi, né heldur að apókrýf rit hafi ekkert heimildargildi.

Apókrýf rit Biblíunnar eru fjöldamörg, og hefur þeim fjölgað á síðustu áratugum, t.d. þegar Dauðahafshandritin fundust 1947–1956, og þegar Nag Hammadí handritin fundust í Egyptalandi árið 1945.

Utan við skiptinguna í viðurkennd (kanónísk) og apókrýf rit, eru t.d. rit eins og Mormónsbók, sem er 19. aldar rit.

Apókrýfar bækur Gamla testamentisins

[breyta | breyta frumkóða]

Þessar bækur voru ekki hebresku biblíunni, en voru teknar með í grískri biblíuþýðingu sjötíumenninganna, Septuaginta (LXX) og eru þess vegna í Vúlgötu, latneskri þýðingu Bíblíunnar.

Apókrýfar bækur Gamla testamentisins voru í íslenskum útgáfum Biblíunnar frá 1584 til 1859 (nema 1813), en síðan voru þær felldar niður, af því að Hið breska og erlenda biblíufélag styrkti ekki biblíuútgáfur þar sem Apókrýfu bækurnar voru birtar.

Árið 1931 komu Apokrýfar bækur Gamla-Testamentisins út í nýrri þýðingu og sérstakri útgáfu á vegum Hins íslenska biblíufélags.

Árið 1994 komu Apókrýfu bækurnar enn út í nýrri þýðingu. Þýðandi þeirra var Árni Bergur Sigurbjörnsson í samvinnu við Jón Sveinbjörnsson og Guðrúnu Kvaran. Þær voru svo endurskoðaðar og teknar upp í Biblíuna 2007.

Apókrýfar bækur Nýja testamentisins / Launbækur Nýja testamentisins

[breyta | breyta frumkóða]
Guðspjöll og svipuð rit
Dauði og upprisa Jesú
Guðspjöll og önnur fræðslurit um Jesú
Íslamskt guðspjall
Postulasögur og gjörðabækur
Bréf
Opinberunarbækur
Ljóð

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Orðabók Háskólans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. mars 2016. Sótt 30. ágúst 2008.