Fara í innihald

Hinir postullegu feður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hinir postullegu feðurHinir postullegu kennifeður eða Postullegir feður (latína: patres apostolici) – er hugtak sem notað er um nokkra kristna rithöfunda frá tímabilinu um 90 til 150 e.Kr. Þeir eru taldir hafa staðið nærri stofnendum hinna fyrstu kristnu safnaða. — (Dæmi eru um að talað sé um postulafeður, sem getur verið villandi hugtak).

Að frátöldum ritum Nýja testamentisins, eru bréf postullegu feðranna elstu heimildir um hina fornu kristnu söfnuði. Þeim má ekki rugla saman við rit Biblíunnar (Nýja testamentisins) og ekki heldur Apókrýf rit Nýja testamentisins.

Heitið hinir postullegu feður kom upp skömmu fyrir 1700 þegar ritin voru fyrst gefin út saman (1672), þó án Bréfs Díógnetusar og Didache – hið síðarnefnda fannst fyrst 1873.

Í frumkristninni er talað um postulatímabilið, sem nær fram til um 90 e. Kr. Síðan tekur við tímabil postullegu feðranna, 90–150 e.Kr., og þar á eftir tímabil kirkjufeðranna (patres ecclesiastici). Postullegu feðurnir voru lærisveinar postula Krists og héldu starfi þeirra áfram við að útbreiða kristindóminn, og einkennast rit þeirra af barnslegri trú. Á tímabili kirkjufeðranna tók hins vegar við umfangsmikil guðfræðileg og heimspekileg rökræða og fræðilegar deilur.

Listi yfir ritin

[breyta | breyta frumkóða]

Fjölmörg rit hafa verið eignuð kennifeðrunum, en samkomulag er um þessi – (skammstafanir í sviga):