1772
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1772 (MDCCLXXII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 18. mars - Björn Jónsson lyfjafræðingur varð fyrsti lyfsali á Íslandi með full réttindi.
- 1. júlí - Pierre Ozanne og franskur leiðangur kom við á Patreksfirði í könnunarferð.
- Holger Jacobaeus var skipaður kaupmaður í Keflavík. Miðað er við upphaf bæjarins vegna þessa atburðar.
- Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar kom út.
- Joseph Banks, breskur grasafræðingur, ferðaðist um Ísland.
- Snjóflóð varð á Látraströnd; tveir bæir eyðilögðust.
Fædd
- 27. desember - Arnór Jónsson, prestur
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 12. febrúar: Franski könnuðurinn Yves-Joseph de Kerguelen-Trémarec fann óbyggðu Kergueleneyjar.
- 17. febrúar: Rússland og Prússland skiptu yfirráðum yfir Póllandi, síðar varð Austurríki með í skiptunum.
- 8. apríl: Lögspekingurinn Samuel Adams stofnaði nefnd sem varðaði vandamál í samskiptum bandarísku nýlendanna og Englands.
- 18. júní: Rússar sprengdu höfnina í Beirút og tóku borgina yfir í stríði sínu við Ottómanveldið.
- 12. ágúst: Papandayan-fjall á Jövu gaus með þeim afleiðingum að þúsundir létust.
- 21. ágúst: Gústaf 3. framdi valdarán í Svíþjóð og leysti upp þingið sem hafði starfað í hálfa öld.
Ódagsett
- Skoski vísindamaðurinn Daniel Rutherford uppgötvaði niturgas og einangraði það frá andrúmslofti.
Fædd
- 7. apríl - Charles Fourier, franskur hugmyndafræðingur og rithöfundur .
- 18. apríl - David Ricardo, breskur stjórnmálafræðingur og hagfræðingur.
- 28. nóvember - Johann Gottfried Jakob Hermann, þýskur fornfræðingur og textafræðingur.
Dáin
- 29. mars - Emanuel Swedenborg, sænskur vísindamaður, guðspekingur og heimspekingur.
- 28. apríl - Johann Friedrich Struensee, þýskur læknir sem varð líflæknir hins geðsjúka Kristjáns 7. danakonungs.