Joseph Banks

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Málverk af Joseph Banks frá 1773

Sir Joseph Banks (24 febrúar 1743 – 19. júní 1820) var breskur grasafræðingur og frumkvöðull á sviði náttúruvísinda. Hann tók þátt í fyrsta leiðangri James Cook. Hann var einn ráðgjafi bresku stjórnarinnar um málefni sem tengdust Íslandi og kom við sögu í byltingunni á Íslandi 1809. Árið 1772 kom hann til Íslands. Hann varð seinna áhrifamikill í Bretlandi og það var fyrir tilstilli hans að Englendingar leyfðu siglingar til Íslands á tímum Napóleonstyrjaldanna. Í leiðangri Sir Joseph Banks til Íslands 1772 var sænskur prestur Uno von Triol sem skrifaði bók um Ísland sem kom út 1780. Joseph Banks kom því til leiðar að grasafræðingurinn William Hooker var með í leiðangri Samuels Phelps til Íslands 1809 og skrifaði Hooker bók um þá ferð.