Jón Einarsson (d. 1707)
Jón Einarsson (d. 11. september 1707) var skólameistari í afleysingum í Skálholtsskóla og síðan heyrari þar, var svo skipaður skólameistari í Hólaskóla en dó áður en hann náði að taka við embætti.
Jón var sonur Einars Skúlasonar prests í Garði í Kelduhverfi og fyrri konu hans Guðrúnar Hallgrímsdóttur og var því föðurbróðir Skúla Magnússonar fógeta. Hann gegndi skólameistaraembættinu í Skálholti í veikindum Þorláks Þórðarsonar frá því fyrir jól 1696 fram á haust 1697. Á meðan hann gengdi því starfi voru tveir skólapiltar hýddir fyrir galdrakukl og reknir úr skóla. Þegar Þórður Jónsson tók við eftir lát Þorláks varð Jón heyrari (kennari) við skólann og síðar við Hólaskóla. Hann var sagður gáfaður maður, málsnjall og gott skáld.
Árið 1707 fékk Jón stöðu skólameistara Hólaskóla. Þá var Stórabóla að ganga um landið og á leið sinni að taka við stöðunni lagðist Jón veikur á Möðruvöllum í Hörgárdal og dó þar úr bólunni 11. september. Hann var ókvæntur og barnlaus.