Fara í innihald

Oddbjörg Jónsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Oddbjörg Jónsdóttir (d. 1389) var abbadís í Reynistaðarklaustri, vígð árið 1369 af Jóni skalla Eiríkssyni Hólabiskupi, en Guðný Helgadóttir var þá látin. Oddbjörg hafði áður verið nunna í Kirkjubæjarklaustri.

Oddbjörg annaðist ekki fjárreiður klaustursins fremur en aðrar abbadísir, en ráðsmenn þess um 1380 voru Brynjólfur Bjarnason hinn ríki á Ökrum og séra Þorleifur Bergþórsson. Árið 1386 var það Jón Þórðarson prestur, einn af höfundum Flateyjarbókar, sem var ráðsmaður í klaustrinu. Á þessum árum eignaðist klaustrið töluvert fé, bæði með próventusamningum við vel stætt fólk og einnig þegar auðugar konur gerðust þar nunnur. Ein þeirra var Ingibjörg Örnólfsdóttir og varð hún abbadís eftir lát Oddbjargar.

  • „„Reynistaðarklaustur". Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags, 8. árg. 1887“.
  • „„Reynistaðarklaustur". Sunnudagsblað Tímans, 6. ágúst 1967“.