Fara í innihald

Íþróttabandalag Akureyrar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki ÍBA

Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA) er héraðssamband íþróttafélaga á Akureyri. ÍBA var stofnað 20. desember 1944. ÍBA gætir hagsmuna íþróttahreyfingarinnar á Akureyri gagnvart opinberum aðilum og vinnur að styrkingu og uppbyggingu íþróttastarfsemi héraðsins. Innan ÍBA er skráð 21 aðildarfélag og yfir 40 íþróttagreinar eru í boði fyrir iðkendur.[1]

Knattspyrna

[breyta | breyta frumkóða]

KA og Þór voru sameinuð undir merki ÍBA á árunum 1944 til 1974 og var skipað úrvali leikmanna Akureyrarfélaganna. Félagið spilaði 17 tímabil í Úrvalsdeild karla.

Fyrsti leikur úrvalsliðs Akureyrarfélaganna tveggja, KA og Þórs, var við Íslands- og Reykjavíkurmeistara Vals í öndverðum júlí 1942. Liðin reyndu tvisvar með sér, Akureyringar unnu annan leikinn en töpuðu hinum. Þessi úrslit gáfu sameiningarhugmyndum manna byr undir báða vængi og 1943 áttu Akureyringar í fjórða sinnið lið á Íslandsmótinu í knattspyrnu. En nú sigldi það undir flaggi Íþróttaráðs Akureyrar en ekki KA eins og í öll fyrri skiptin.[2]

Árið eftir var Íþróttabandalag Akureyrar stofnað og 1946 fór knattspyrnulið undir merkjum þess fyrst á Íslandsmót.

Frá 1955 til 1974 tók lið ÍBA ávallt þátt í íslandsmóti karla í knattspyrnu. Árið 1974 hættu félögin samstarfi sínu og urðu aftur að KA og Þór.[3]

  1. [1]
  Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.