Fara í innihald

Creative Commons-leyfi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá CC BY-SA 4.0)

Creative Commons (CC)-leyfi eru eitt af nokkrum almennum notendaleyfum sem gera kleift að dreifa á frjálsan hátt efni sem annars væri höfundarréttarvarið. CC-leyfi gera höfundi kleift að aðlaga höfundarrétt sinn að þeirri notkun sem þeir leyfa á efni sínu (t.d. gefa frjálsa notkun sem er ekki í viðskiptatilgangi) og verndar fólk sem notar eða endurdreifir höfundaverkum annarra þannig að það þarf ekki að hafa áhyggjur af því að brjóta höfundarréttarlög svo fremi sem það fari eftir þeim skilmálum sem höfundarréttarleyfi kveður á um.

Leyfin fjögur

[breyta | breyta frumkóða]

Höfundar getið (BY – Attribution)

[breyta | breyta frumkóða]

BY-skilyrði er gert til að tryggja að allir viti hvaðan verkið kemur. Gerð er sú krafi í öllum Creative Commons að höfundar sé getið þegar verk er notað.

Ef þessari kröfu sleppt er verið að hleypa verkinu út til almennings, líkt og höfundarrétturinn væri runninn út.

Ekki í hagnaðarskyni (NC – Non-commercial)

[breyta | breyta frumkóða]

Þessi takmörkun þýðir í raun að þeir sem ætla að nota verkið megi ekki græða fjárhagslega af því. Sem þýðir að skapari verksins mátti græða á því, nema annað sé tekið fram (með sérstöku leyfi). Til eru þrjár útgáfur af þessu tákni. 1. er með svokölluðu dollaratákni ($). 2. er með evrutákni (€). 3. er með yenatákni (¥). Merkin eru jafngild og er það í höndum höfundar að velja hvað hann notar.

Engar afleiður (ND – No derivatives)

[breyta | breyta frumkóða]

Takmörkunin snýr að því að ekki megi búa til ný verk sem byggja á verkum viðkomandi höfundar nema tilskilin leyfi liggja fyrir. T.a.m. má ekki nota lag í kvikimynd né endurblanda það, þó mætti deila því áfram í óbreyttri mynd. Er þessi takmörkun oft talin sú þyngsta og mest íþyngjandi takmörkunin. Það felst aðallega í því að ekki er með öllu ljóst hvað þetta felur í sér. Dæmi: Að taka bók og bæta við hana nýjum kafla er ákveðin afleið, og einnig að víxla nöfnum aðalpersónanna. En er hægt að kalla það að prenta bókina á glanspappír eða færa lag af MP3 formi yfir á Ogg Vorbis form afleið? Í svona vafamálum er skynsemin oftast nær látin ráða för, en eðlilegast er að hafa samband við höfundinn ef vafi er á réttindum.

Deilist áfram (SA – Share alike)

[breyta | breyta frumkóða]

Deilist áfram gefur til kynna að þeir sem búa til afleidd verk af viðkomandi höfundi eru skyldugir til að deila því áfram undir sömu skilmálum. Þannig tryggir viðkomandi höfundur að verk hans verði frjálst áfram. Þetta hefur oft verið kallað ,,copyleft" og er forsenda þess að skapandi almenningur verði til. Upprunalega hugmyndin kom frá Richard Stallman sem var stofnandi frjálshugbúnaðarhreyfingarinnar.

Útfrá þessum takmörkunum er mögulegt að búa til sex mismunandi leyfi.

  • BY
  • BY-SA
  • BY-NC
  • BY-ND
  • BY-NC-SA
  • BY-NC-ND

Einnig er til leyfið CC0 sem á eru engin takmörk og er það sambærilegt við almenning.

Hin fjögur CC leyfi í Íslenskri þýðingu á vefsíðu Creative Commons á Íslandi Geymt 25 ágúst 2013 í Wayback Machine