Opið menntaefni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Íslensk útgáfa af alþjóðlegu merki

Opið menntaefni (OME) er íslensk þýðing á enska heitinu Open Educational Resources (OER).

Opið menntaefni er efni með frjálsum og opnum höfundarleyfum sem hægt er að nota í kennslu, nám, rannsóknir og fleira.[1] Ekki má rugla saman opnu menntaefni við opinn hugbúnað sem byggir á ókeypis dreifingu og samvinnu við hugbúnaðargerð.

MIT háskólinn í Bandaríkjunum var meðal þeirra fyrstu sem ákvað árið 2001 að birta námsefni fjölmargra áfanga, jafnt myndbandsupptökur úr fyrirlestrum sem og verkefni, lausnir og próf. Í kjölfarið hafa fjölmargir háskólar fylgt fordæmi MIT og nú má finna mikið af efni sem hægt er að nálgast endurgjaldslaust.

Árið 2007 var sett fram svokölluð Cape Town-yfirlýsing sem hvetur skólafólk um allan heim til að setja kennsluefni á netið endurgjaldslaust.[2] Annar vettvangur þar sem hægt er að nálgast og deila opnu menntaefni er vefur samtakanna OER commons en þar er að finna mikið magn af opnu menntaefni.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Daniel E. Atkins; John Seely Brown, Allen L. Hammond (2007). „A Review of the Open Educational Resources (OER) Movement: Achievements, Challenges, and New Opportunities“ Menlo Park, CA: The William and Flora Hewlett Foundation. bls. 4. http://www.hewlett.org/uploads/files/Hewlett_OER_report.pdf. Sótt 1. mars 2011.
  2. Ósk Layfey Heimisdóttir (2010), B.Ed ritgerð. http://skemman.is/stream/get/1946/6474/13911/1/Osk_Laufey_Heimisd%C3%B3ttir_1804693119.pdf sótt 1. mars 2011.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Einkennismerki Wikibóka
Wikibækur eru með efni sem tengist