Fara í innihald

Wikipedia:Tillögur að úrvalsgreinum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Wikipedia:TÚ)

Flýtileið:
WP:TÚ

Þessi síða er ætluð til þess að ákveða hvaða greinar geti fallið undir flokkinn úrvalsgreinar sem er frátekinn undir bestu greinar Wikipedia á íslensku, þangað eiga aðeins erindi greinar sem gera viðfangsefni sínu góð skil í vel skrifuðum og hnitmiðuðum texta.

Ef þú hefur tillögu að grein sem á heima í þessum flokki þá getur þú bætt henni við á listann hér fyrir neðan þar sem atkvæði verða greidd um hana. Ef grein er ekki alveg tilbúin til þess að verða úrvalsgrein alveg strax er kjörið að vekja athygli á henni á spjallsíðu hennar eða í úrvalsmiðstöðinni til að fá gagnrýni og tillögur um það sem betur má fara í greininni.

Þar sem Wikipedia er í eðli sínu síbreytileg þá er ekki víst að grein sem hefur verið samþykkt sem úrvals haldi þeirri nafnbót endalaust. Greinarnar geta tekið breytingum og kröfur til úrvalsgreina geta þróast með tímanum. Því er mikilvægt að endurmeta það reglulega hvort að grein sé ennþá úrvalsgrein. Á þessari síðu má einnig hefja umræður um endurmat úrvalsgreina.

Áður en þú greiðir atkvæði um tillögu er að sjálfsögðu mikilvægt að þú lesir greinina sem er til umræðu vel yfir fyrst og hugir vel að þeim kröfum sem gera verður til úrvalsgreina.

Að neðan eru leiðbeiningar um hvernig atkvæði eru greidd um úrvalsgreinar.

Ný tilnefning
  • Ef þú ert sammála tilnefningunni þá skrifar þú * {{Samþykkt}} (birtist sem: Samþykkt Samþykkt) við hana og rökstuðning ef einhver er.
  • Ef þú ert ósammála tilnefningunni þá skrifar þú * {{Á móti}} (birtist sem: Á móti Á móti) við hana auk rökstuðnings.
  • Tillaga þarf 75% greiddra atkvæða og aldrei minna en stuðning 6 atkvæða til þess að teljast samþykkt. Þó skal ávallt leitast við að ná fram sem víðtækastri sátt um úrvalsgreinar.
  • Tillaga skal vera til umfjöllunar í fjórtán daga að lágmarki. Tillaga telst felld ef hún hefur verið til umræðu í tvo mánuði án þess að vera samþykkt.
Endurmat
  • Ef þú telur rétt að greinin haldi nafnbót sinni þá skrifar þú * {{Halda}} (birtist sem: Halda Halda) við hana og rökstuðning ef einhver er.
  • Ef þú telur rétt að greinin missi nafnbót sína þá skrifar þú * {{Afskrá}} (birtist sem: Afskrá Afskrá) við hana auk rökstuðnings.
  • Greinin þarf stuðning minnst 3ja atkvæða til þess að teljast standast endurmat. Atkvæði um afskráningu skulu aldrei vera meiri en 25% atkvæða. Þó skal ávallt leitast við að ná fram sem víðtækastri sátt um úrvalsgreinar.
  • Tillaga skal vera til umfjöllunar í fjórtán daga að lágmarki. Grein telst afskráð sem úrvalsgrein ef hún hefur verið til umræðu í tvo mánuði án þess að fá nægan stuðning til að halda nafnbótinni.
  • Eftir að grein hefur verið samþykkt sem gæðagrein skal ekki tilnefna hana til endurmats í átján mánuði eftir það nema sérstakar ástæður mæli með öðru. Það sama gildir í eitt ár eftir að grein hefur staðist tillögu um endurmat.
  • Kosningarétt hafa allir skráðir notendur sem hafa verið skráðir í mánuð eða lengur og hafa a.m.k. 100 breytingar í aðalnafnrými.
  • Ef þú ert hlutlaus, en vilt samt vera með í kosningaumræðunni skrifar þú * {{Hlutlaus}} (birtist sem: Hlutlaus Hlutlaus)og rökstyður ef þú telur þess þörf.
  • Ef þú vilt koma að athugasemd eða spurningu án þess að það sé talið sem atkvæði gerir þú * {{Athugasemd}} (birtist sem: Athugasemd Athugasemd) eða * {{Spurning}} (birtist sem: Spurning Spurning).

Hagfræði

[breyta frumkóða]

Dagsetning: 29-11-2014
2A00:C88:4000:A00C:E554:75FF:F357:5F68 tilnefnir greinina Hagfræði:
Ég vann umtalsvert í þessari grein í vor og tel hana sjálfur vera orðna mjög góða. Veit ekki hvort þetta teljist gæðagrein eða úrvalsgrein. Hvað finnst fólki?

* Samþykkt Samþykkt --2A00:C88:4000:A00C:E554:75FF:F357:5F68 29. nóvember 2014 kl. 16:47 (UTC)[svara]

Ég hef enn ekki lesið greinina vel yfir og get því ekki myndað mér almennilega skoðun. Ég vildi samt benda þér á tvennt. Annars vegar að þeir einir hafa kosningarétt sem hafa „verið skráðir í mánuð eða lengur og hafa a.m.k. 100 breytingar í aðalnafnrými.”. Hins vegar að eðlilegra er að tilnefna grein fyrst sem gæðagrein. --Jabbi (spjall) 1. desember 2014 kl. 23:46 (UTC)[svara]
  • Samþykkt Samþykkt Það er líklega tímabært að einhver greiði fyrsta gilda atkvæðið við þessa sex ára gömlu tilnefningu. Greinin er mjög góð og gerir efninu góð skil. Tetinn er læsilegur og laus við augljósar málfars- og stafsetningarvillur. Vandlega er vísað til heimilda. Ég finn eiginlega ekki veikan blett á þessari grein. --Bjarki (spjall) 17. júní 2021 kl. 17:55 (UTC)[svara]
  • Samþykkt Samþykkt TKSnaevarr (spjall) 2. apríl 2022 kl. 17:45 (UTC)[svara]
  • Á móti Á móti Enska greinin um sama efni fékk tillögu um að vera gerð að gæðagrein en fékk ekki, og hún er betri en þessi. Kínverska greinin er líka umfangsmeiri og hefur þónokkrar enskar heimildir sem hægt er að nota. Væri sniðugra að tilnefna til gæðagreinar.--Snævar (spjall) 7. ágúst 2022 kl. 17:11 (UTC)[svara]

Deng Xiaoping

[breyta frumkóða]

Dagsetning: 16-11-2022
TKSnaevarr tilnefnir greinina Deng Xiaoping:
Þetta er ein ítarlegasta grein í sínum flokki. Virðist álíka ítarleg og enska útgáfan og vísar til margvíslegra heimilda bæði á íslensku og ensku.