Wikipediaspjall:Tillögur að úrvalsgreinum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Breytt skilyrði fyrir samþykki[breyta frumkóða]

Hugmynd að breyttum skilyrðum fyrir samþykki:

  • Í staðinn fyrir: Ef engin mótmæli eru til staðar eftir eina viku þá telst greinin samþykkt sem úrvalsgrein.
  • Komi: Tillaga verður að vera samþykkt með 75% greiddra atkvæða og aldrei færri en 4 atkvæðum til þess að teljast samþykkt. Tillaga skal vera til umfjöllunar í eina viku að lágmarki.

Ástæðan fyrir þessari breytingartillögu er sú að mér finnst núverandi skilyrði heldur slök, úrvalsgreinar ættu að endurspegla almenna ánægju Wikipedísta þannig að ég tel að einhver lágmarksfjöldi þeirra þurfi að koma að máli (ég legg til 4 en það er bara til að nefna eitthvað, sú tala myndi svo vera endurskoðuð eftir því sem fjöldi okkar vex) og að þeir séu almennt sammála (því nefni ég 75% en það mætti jafnvel vera hærra). --Bjarki 13. janúar 2006 kl. 00:04 (UTC)

Sammála að vissu leyti. Ég myndi vilja bæta við þetta einhverskonar klausu um að ef að einhver mótmæli eru skal athugað hvaða rök liggja þar að baki og reynt að lagfæra greinina áður en að greinin verður að úrvalsgrein. Sé það ekki hægt vegna skoðannaágreinings yrði svo fallið niður á 75% regluna. --Smári McCarthy 13. janúar 2006 kl. 00:08 (UTC)
Já auðvitað, það á að sjálfsögðu að reyna að koma til móts við allar gagnrýnisraddir sé það unnt og aðeins grípa til reglunnar um aukinn meirihluta ef það er alveg ómögulegt að ná samstöðu. --Bjarki 13. janúar 2006 kl. 13:33 (UTC)

Uppsetning[breyta frumkóða]

Það er enginn tilgangur með því að telja atkvæði nema tillögurnar séu rétt upp settar. Það þýðir ekki að láta wiki telja samþykkt og á móti saman heldur verður að koma klausa með samþykkt - línubil - og svo á móti + hlutlaus ef það á í hlut. Sama gildir um athugasemdir. Þær skulu koma neðar og skal vísa í þær við kosningu. Eins og þetta er núna er þetta mjög ruglingslegt. --Jóna Þórunn 10:38, 7 desember 2006 (UTC)

Það er rétt hjá þér. Við ættum að taka okkur á í þessu. --Cessator 16:58, 7 desember 2006 (UTC)