Wikipedia:Grein mánaðarins/03, 2014

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Cameron Diaz árið 2010.

Cameron Michelle Diaz (fædd 30. ágúst 1972) er bandarísk leikkona og fyrrverandi fyrirsæta. Hún öðlaðist fyrst frægð sextán ára gömul seint á níunda áratug 20. aldar sem fyrirsæta eftir að hafa setið fyrir í auglýsingum margra þekktra fyrirtækja og prýtt forsíður tímarita. Diaz skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún hlaut eitt aðalhlutverka kvikmyndarinnar The Mask árið 1994 sem varð ein vinsælasta mynd ársins og hlaut hún einnig mikið lof fyrir leik sinn í vinsælum myndum á borð við My Best Friend's Wedding og She's the One.

Við upphaf 21. aldar var Diaz ein þekktasta leikkona samtímans eftir leik sinn í stórsmellunum Það er eitthvað við Mary, Charlie's Angels, og Shrek. Hún var einnig tekjuhæsta leikkonan í Hollywood um árabil. Diaz hefur hlotið fjórar tilnefningar til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í myndunum Það er eitthvað við Mary, Being John Malkovich, Vanilla Sky og Gangs of New York.

Fyrri mánuðir: Opinn aðgangurHallgrímur PéturssonSannleikur