Fara í innihald

Wikipedia:Gæðagreinar/Norðurslóðir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rauða línan sýnir svæði með 10°C meðalhita í júlí en algengt er að styðjast við það sem skilgreiningu á norðurslóðum.
Rauða línan sýnir svæði með 10°C meðalhita í júlí en algengt er að styðjast við það sem skilgreiningu á norðurslóðum.

Norðurslóðir (einnig kallaðar Norðurhöf eða Norðurheimskautssvæðið) er heimshlutinn í kringum Norðurheimskautið. Innan norðurslóða eru hlutar af Rússlandi, Alaska (sem tilheyrir Bandaríkjunum), Kanada, Grænland (sem tilheyrir Danmörku), Ísland, norðurhéruð Noregs, Svíþjóðar og Finnlands, en stærsti hluti svæðisins er hið ísi lagða haf Norður-Íshafið. Ekki er til nein algild skilgreining á norðurslóðum, en oftast er ýmist miðað við Norðurheimskautsbaug (66° 33’N), skógarmörk í norðri (trjálínu), 10°C meðalhita í júlí eða skilin milli kalda Íshafssjávarins og hlýrri sjávarstrauma í Norður-Atlantshafi. Vistfræðilega er Ísland á mörkum þess svæðis sem talið er til norðurslóða. Þau ríki sem eiga lönd innan norðurslóða vinna saman innan Norðurskautsráðsins.

Norðurslóðir einkennast af miklu víðerni, köldu og þurru loftslagi, miklum árstíðaskiptum með skammdegi á veturna og björtum nóttum á sumrin, hafís á norðurhöfum og sífrera í jörðu á stórum svæðum.

Lesa áfram um Norðurslóðir...