Ungmennafélagið Afturelding er íþróttafélag í Mosfellsbæ, stofnað 11. apríl 1909. Íþróttadeildir félagsins eru badminton, frjálsar, karate, körfubolti, taekwondo, tennis og knattspyrna. Karlalið og kvennalið félagsins leika í 1. deild í knattspyrnu.
Knattspyrnuliðið Afturelding spilar heimaleiki sína á Varmárvelli í Mosfellsbæ en um er að ræða gervigrasvöll. Á árum áður spilaði liðið á grasvellinum á Varmárvelli.
Afturelding vann 2. deild karla árið 2018 og endaði í 8. sæti í 1. deild árið 2019. Liðið komst í efstu deild karla árið 2024 eftir úrslitaleik við Keflavík.
Leikjahæsti leikmaður félagsins er Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban.