Fara í innihald

Tony Scott

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tony Scott
Tony Scott
Tony Scott
Upplýsingar
FæddurAnthony „Tony“ D. L. Scott
21. júní 1944(1944-06-21)
Dáinn19. ágúst 2012 (68 ára)
Ár virkur1969 - 2012

Anthony „Tony“ D. L. Scott (fæddur 21. júní 1944, dáinn 19. ágúst 2012) var breskur kvikmyndaleikstjóri og yngri bróðir kvikmyndaleikstjórans Ridley Scott.

Helstu myndir hans eru Top Gun, Days of Thunder, The Last Boy Scout, True Romance, Crimson Tide, Enemy of the State, Man on Fire og Spy Game.

Tony fæddist í Stockton-on-Tees í norðaustur-Englandi. Hann hóf feril sinn fyrir framan myndavélina þegar hann var sextán ára og lék í stuttmyndinni Boy and Bicycle, sem bróðir hans leikstýrði. Hann fylgdi í fótspor bróður síns, stundaði nám við Grangefield School, West Hartlepool College of Art og University of Sunderland þaðan sem hann fékk gráðu í fagurlistum. Hann útskrifaðist frá Royal College of Art til þess að verða málari. En það var eftir velgegni Ridleys í sjónvarpsauglýsingaframleiðslu, Ridley Scott Associates (RSA), sem hann snéri athygli sinni að kvikmyndum.

„Tony langaði að gera heimildarmyndir til að byrja með. Ég sagði honum, ‚Ekki fara til BBC, komdu til mín fyrst.‘ Ég vissi að hann hafði mikinn áhuga á bílum, þannig að ég sagði honum 'Komdu að vinna með mér og innan árs þá munt þú eiga Ferrari'. Sem hann gerði“ (Ummæli Ridley Scott um leikstjórana).

Næstu tvo áratugi leikstýrði Scott yfir þúsund sjónvarpsauglýsingum fyrir RSA, ásamt því að sjá um rekstur fyrirtækisins á meðan bróðir hans var að þróa kvikmyndaferil sinn. Tony tók einnig tíma út árið 1975 til þess að leikstýra sögu Henry James The Author of Beltraffio fyrir franskt sjónvarp, verkefni sem hann fékk eftir að hafa unnið peningakast á móti bróður sínum. Eftir að hafa séð bresku leikstjóra félaga sína Hugh Hudson, Alan Parker, Adrian Lyne og eldri bróður sinn á seinni hluta 8. áratugarins og fyrri hluta 9. áratugarins, byrjaði Scott að fá samninga frá Hollywood, fyrst árið 1980 en sama ár dó eldri bróðir hans úr krabbameini.

Fjölskylda

[breyta | breyta frumkóða]

Scott var giftur þrisvar sinnum

  • Donna W. Scott frá 1994 – 2012 (til dauðadags hans); tvö börn.
  • Glynis Sanders frá 1986 – 1987
  • Gerry Scott frá 1967 – 1974

Þann 19. ágúst 2012, var tilkynnt af lögreglunni í Los Angeles að Tony Scott hafði framið sjálfsmorð með því að stökkva ofan af Vincent Thomas-brúnni í San Pedro hverfinu.[1] Rannsóknarmenn frá lögreglunni fundu upplýsingar í bíl hans sem var lagður við brúnna,[2] og bréf fannst á skrifstofu hans til fjölskyldunnar.[3][4]

9. áratugurinn

[breyta | breyta frumkóða]

Scott hóf leikstjórnarferil sinn með því að leikstýra kvikmynd byggð á bók Anne Rice, Interview with the Vampire, sem var þá í þróun. MGM höfðu aðra vampírusögu í huga sem þeir vildu fá Tony til að leikstýra og eftir að hafa reynt að sannfæra fyrirtækið um að hætta við verkefnið og takast á við Interview í staðinn, ákvað Scott að taka tilboði MGM. Árið 1982 hóf Scott framleiðslu á The Hunger með David Bowie og Catherine Deneuve í aðalhlutverkum. Scott reyndi í örvæntingu sinni að stöðva hina ótímabæru öldrun Bowies. Í þessari mynd kom Willem Dafoe fram í fyrsta sinn, þó bara í litlu hlutverki. The Hunger hafði ítarlega ljósmyndun og íburðarmikla framleiðsluhönnun, ólíkt öðrum myndum sem komu út á sama tíma. Myndin féll ekki í kramið hjá áhorfendum og fékk harkalega dóma gagnrýnenda og miðasalan gekk ekki vel (þó að hún yrði vinsæl seinna meir). Eftir myndina var Scott án Hollyowood-verkefna næsta þriðja hálfa árið og snéri því sér aftur að gerð auglýsinga og tónlistarmyndbanda.

Top Gun og Beverly Hills Cop

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1985 fengu framleiðendurnir Don Simpson og Jerry Bruckheimer Scott til að leikstýra Top Gun. Þeir voru báðir aðdáendur að The Hunger og ákváðu því að fá Scott til liðs við sig – sérstaklega þegar þeir höfðu séð auglýsinguna sem Scott hafði gert fyrir Saab. Í henni tókust Saab-bíll og Saab 37 Viggen-orrustuflugvél á. Scott var í fyrstu tregur til að taka við verkefninu. Top Gun var ein af tekjuhæstu myndum ársins 1986 og skaut Tom Cruise upp á stjörnuhimininn.

Eftir velgegni Top Gun var Scott kominn í aðalleikstjóraklíkuna í Hollywood. Hann endurtók samstarf sitt við Simpson og Bruckheimer árið 1987 til þess að leikstýra Eddie Murphy og Brigitte Nielsen í framhalsdmyndinni Beverly Hills Cop II. Þó svo myndin væri ekki upp á marga fiska varð hún ein af tekjuhæstu myndum ársins. Á meðan tökum stóðu yfir á Beverly Hills Cop II þá var hann kenndur við Brigitte Nielsen. Bæði voru þau gift á þeim tíma, Nielsen við Sylvester Stallone. Scott viðurkenndi sambandið sem endaði með skilnaði við aðra eiginkonu hans.

Næsta mynd hans var, Revenge, spennumynd um framhjáld og hefnd sem átti sér stað í Mexíkó, sem markaði tímamót hjá leikstjóranum. Aðalhlutverkin léku Kevin Costner, Madeleine Stowe og Anthony Quinn en myndin fékk slæma dóma og lítið seldist af miðum á hana. Scott var neitað um lokaklippingu í eftirvinnslunni en í staðinn vann Ray Stark það verk.

10. áratugurinn

[breyta | breyta frumkóða]

Scott ákvað að vinna aftur með Simpson-Bruckheimer og saman gerðu þeir myndina Days of Thunder. Enn og aftur lék Tom Cruise í aðahlutverki. Myndin kom út sumarið 1990 og náði ekki hylli áhorfenda. Næsta mynd hans var spennumyndin The Last Boy Scout. Árið 1992, eftir fund með fyrrverandi starfsmanni, kynntist Scott Quentin Tarantino, sem var mikill aðdáendi Scotts. Tarantino bauð honum sýnishorn af vinnu sinni til þess að lesa, á meðal þess var handrit að Reservoir Dogs og True Romance. Scott sagði Tarantino að hann væri til í að gera þær báðar. Tarantino svaraði honum að Scott fengi ekki réttinn að Dogs, þar sem Tarantino ætlaði að leikstýra henni sjálfur. En Scott mátti fá réttinn að True Romance. True Romance kostaði einungis þrettán milljónir dollarar árið 1993. Í myndinni léku Christian Slater, Patricia Arquette, Dennis Hopper, Christopher Walken, Gary Oldman, Brad Pitt, Tom Sizemore, Chris Penn, Val Kilmer, James Gandolfini og Samuel L. Jackson. True Romance var sú mynd sem gerði Scott að alvöru leikstjóra. Þó að viðbröðgin við myndinni væru misjöfn þá varð hún mjög dýrkuð seinna meir. Tarantino sjálfur var mjög ánægður með lokamyndina, samþykkti hann meðal annars að tala inn á endurútgáfuna. Áfram hélt hann samstarfi við Simpson-Bruckheimer með því að framleiða Crimson Tide, kafbátamynd með Gene Hackman og Denzel Washington. Hún var stórmynd ársins 1995. Næsta mynd hans var The Fan með Robert De Niro, Wesley Snipes, Ellen Barkin og Benicio del Toro), sem var lægsti punktur í ferli Scott: mynd sem fékk ekki góðar viðtökur hjá gagnrýnendum og áhorfendum. Scott kom aftur fram á sjónvarsviðið með Enemy of the State, spennumynd með Will Smith og Gene Hackman.

Spy Game var gefin út á Þakkargjörðardaginn árið 2001. Fékk hún ágæta dóma meðal gagnrýnenda og hafði tekjur upp á 60 milljón dollara í Bandaríkjunum. Man on Fire var gefin út í apríl 2004 og var mjög vinsæl meðal áhorfenda. Myndin skartaði Denzel Washington og hafði tekjur upp á 75 milljónir í Bandaríkjunum. Samt sem áður fékk hún lélega dóma frá gagnrýnendum þar á meðal Roger Ebert og Leonard Maltin. Þeim líkaði ekki við hina hröðu klippingu sem Scott notaðist við, né ofbeldið sem var að finna í myndinni. Næsta mynd var Domino með Keira Knightley, sem fékk misjafna dóma bæði hjá áhorfendum og gagnrýnendum. Næst kom myndin Deja Vu með Denzel Washington en það er spennumynd sem gerist í framtíðinni. Þær bræður, Tony og Ridley Scott, framleiddu sjónvarpsþáttinn Numb3rs en Tony leikstýrði fyrsta þætti fjórðu seríunnar. Hafa bræðurnir síðan 2009 framleidd lögfræðidramað The Good Wife. Tony er leikstjórinn á bakvið Dodge Ram Never Back Down From a Challenge-kynninguna á Dodge Ram-pallbílnum sem kom út árið 2009. Enn og aftur vann Scott með Denzel Washington með því að gera The Taking of Pelham 1 2 3, sem einnig skartaði John Travolta og var gefin út 12. júní 2009. Myndin var endurgerð af The Taking of Pelham One Two Three frá 1974, með Walter Matthau og Robert Shaw.

Árið 2010 leikstýrði Scott Unstoppable, sem fjallar um ómannaða flóttalest sem inniheldur hættulegan vökva og eitruð gös sem eiga að tortíma borg. Í aðalhlutverkum voru Denzel Washington og Chris Pine. Myndin var sú seinasta sem Tony leikstýrði áður en hann lést.

Leikstjóri

[breyta | breyta frumkóða]

Sjónvarpsþættir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Numb3rs (2007) (Leikstýrði þættinum: Trust Metric)
  • The Hunger (1997-1999) (Leikstýrði 2 þáttum)
  • Nouvelles de Henry James (1976) (Leikstýrði þættinum: L´auteur de Beltraffio)

Stuttmyndir

[breyta | breyta frumkóða]

Tónlistarmyndbönd

[breyta | breyta frumkóða]

Auglýsingar

[breyta | breyta frumkóða]

Framleiðandi

[breyta | breyta frumkóða]

Heimildamyndir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Gettysburg (2011) – framleiðslustjóri
  • Life in a Day (2011) - framleiðslustjóri
  • The East (2013) - framleiðandi
  • Stoker (2013) - framleiðandi
  • The Grey (2011) - framleiðslustjóri
  • Unstoppable (2010) - framleiðandi
  • The A-Team (2010) - framleiðandi
  • Cyrus (2010) - framleiðslustjóri
  • Welcome to the Rileys (2010) - framleiðslustjóri
  • Cracks (2009) - framleiðslustjóri
  • The Taking of Pelham 1 2 3 (2009) - framleiðandi
  • Tell-Tale (2009 - framleiðandi
  • The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford - framleiðslustjóri
  • Tristan + Isolde (2006) - framleiðslustjóri
  • Domino (2005) - framleiðandi
  • In Her Shoes (2005) - framleiðslustjóri
  • Man on Fire (2004) - framleiðandi
  • Big Time (2001) - framleiðslustjóri
  • Where the Money Is (2000) – framleiðslustjóri
  • Clay Pigeons (1998) – framleiðslustjóri

Sjónvarpsþættir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Killing Lincoln (2013) sjónvarpsmynd (framleiðslustjóri)
  • Labyrinth (2012) sjónvarpssería (framleiðandi: 2 þættir)
  • World Without End (2012) mínisería (framleiðandi: 8 þættir)
  • Call of Duty Elite: Friday Night Fights (2011-2012) (framleiðslustjóri: 17 þættir)
  • Coma (2012) mínisería (framleiðslustjóri: 1 þáttur)
  • The Good Wife (2009-til dags) sjónvarpsseríu (framleiðslustjóri: 79 þættir)
  • The Pillars of the Earth (2010) mínisería (framleiðslustjóri: 8 þættir)
  • The Real Robin Hood (2010) sjónvarpsmynd (framleiðslustjóri)
  • Numb3rs (2005-2010) sjónvarpssería (framleiðslustjóri: 115 þættir)
  • Nomads (2010) sjónvarpsmynd (framleiðslustjóri)
  • Into the Storm (2009) sjónvarpsmynd (framleiðslustjóri)
  • The Andromeda Strain (2008) mínisería (framleiðslustjóri: ónefndir þættir)
  • The Company (2007) sjónvarpssería (framleiðslustjóri: 6 þættir)
  • Law Dogs (2007) sjónvarpsmynd (framleiðslustjóri)
  • Orpheus (2006) sjónvarpsmynd (framleiðslustjóri)
  • AFP: American Fighter Pilot (2002) sjónvarpssería (framleiðslustjóri)
  • The Gathering Storm (2002) sjónvarpsmynd (framleiðslustjóri)
  • The Last Debate (2000) sjónvarpsmynd (framleiðslustjóri)
  • RKO 281 (1999) sjónvarpsmynd (framleiðslustjóri)
  • The Hunger (1997-1999) sjónvarpssería (framleiðslustjóri: 2 þættir)

Stuttmyndir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Ticker (2002) - framleiðslustjóri
  • Beat the Devil (2002) - framleiðslustjóri
  • Hostage (2002) - framleiðslustjóri

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

BAFTA-verðlaunin

  • 1995: Michael Balcon verðlaunin.

Broadcast Film Critics Association-verðlaunin

  • 2011: Tilnefndur fyrir bestu spennukvikmyndina fyrir Unstoppable.

DVD Exclusive-verðlaunin

  • 2003: Tilnefndur fyrir bestu Internet myndbandsfrumsýninguna fyrir Beat the Devil.

Emmy-verðlaunin

Fantasporto-verðlaunin

  • 1995: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndina fyrir True Romance.

Golden Globe-verðlaunin

  • 1999: Verðlaun fyrir bestu míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir RKO 281.

PGA-verðlaunin

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í San Sebastián

  • 1996: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndina fyrir The Fan.

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Sitges-Catalonian

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. október 2017. Sótt 22. febrúar 2013.
  2. Blankstein, Andrew (19. ágúst 2012). 'Top Gun' director Tony Scott dead after jumping off bridge“. The Los Angeles Times. Sótt 20. ágúst 2012.
  3. „Tony Scott, Director of 'Top Gun,' Dies in Apparent Suicide“. The Wrap. The Wrap News Inc. 19. ágúst 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. febrúar 2013. Sótt 7. febrúar 2013.
  4. Geier, Thom (20. ágúst 2012). 'Top Gun' director Tony Scott dies at age 68 in apparent suicide“. Entertainment Weekly. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. ágúst 2012. Sótt 20. ágúst 2012.