Robert De Niro
Útlit
Robert Mario De Niro yngri (f. 17. ágúst 1943) er bandarískur leikari, leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi. Hann er þekktur fyrir að beita kerfisleiklist í hlutverkum skapþungra persóna. Hann vann sín fyrstu Óskarsverðlaun fyrir aukahlutverk í kvikmynd Francis Ford Coppola Guðföðurnum 2 árið 1974 en er einkum þekktur fyrir hlutverk sín í mörgum kvikmyndum Martins Scorseses á borð við Leigubílstjórann (1976) og Góða gæja (1990).