Robert De Niro
Jump to navigation
Jump to search
Robert Mario De Niro yngri (f. 17. ágúst 1943) er bandarískur leikari, leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi. Hann er þekktur fyrir að beita kerfisleiklist í hlutverkum skapþungra persóna. Hann vann sín fyrstu Óskarsverðlaun fyrir aukahlutverk í kvikmynd Francis Ford Coppola Guðföðurnum 2 árið 1974 en er einkum þekktur fyrir hlutverk sín í mörgum kvikmyndum Martins Scorseses á borð við Leigubílstjórann (1976) og Góða gæja (1990).