Svartgæsir
Svartgæsir Tímabil steingervinga: síðmíósen-hólósen | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Kanadagæsi (Branta canadensis) í Smythe Park, Torontó.
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Einkennistegund | ||||||||||||||
Branta bernicla (margæs) Linnaeus, 1758 | ||||||||||||||
Species | ||||||||||||||
Margæs (Branta bernicla) | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Nesochen Salvadori, 1895 |
Svartgæsir (fræðiheiti: Branta) eru ættkvísl gæsa sem lifir á palearktíska svæðinu og í Norður-Ameríku, en flýgur suður á bóginn á veturna. Þær hafa fasta búsetu á Hawaii. Ein tegund svartgæsa, kanadagæs, lifir villt á Nýja-Sjálandi eftir að hafa verið flutt þangað.
Svartgæsir draga nafn sitt af því að vera allar með áberandi svört svæði á fjaðurhamnum. Fætur þeirra eru líka svartir eða dökkgráir og goggurinn er svartur. Svartgæsir eru að meðaltali minni en aðrar gæsir þótt sumar þeirra séu mun stærri.
Í Evrasíu halda svartgæsir sig frekar við strendur miðað við grágæsir (Anser) sem deila sama svæði. Þetta á ekki við um svartgæsir í Norður-Ameríku þar sem grágæsir finnast síður.