Heilkjörnungar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Heilkjörnungar (fræðiheiti: Eukaryota) eru lífverur með frumur þar sem frumukjarninn (eða -kjarnarnir) er hulinn frumuhimnu. Heilkjörnungar telja bæði dýr, jurtir og sveppi (sem eru flest fjölfruma) auk ýmissa annarra hópa sem stundum eru flokkaðir sem frumverur og eru margir einfruma. Hinn meginhópur lífvera er dreifkjörnungar sem ekki eru með aðgreindan kjarna eða önnur frumulíffæri og telja gerla og fornbakteríur. Heilkjörnungar eiga sér sameiginlegan uppruna og eru stundum skilgreindir sem veldi eða lén.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.