Fara í innihald

Suður-Ástralía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Suður-Ástralía er eitt af sex fylkjum Ástralíu. Fylkið nær yfir miðjan suðurhluta meginlandsins. Það var upprunalega hluti nýlendunnar Nýja-Suður Wales, en varð sérstök nýlenda árið 1836. Nýlendan Suður-Ástralía náði þá einnig yfir Norðursvæðið en það var skilið frá henni árið 1911. Höfuðborg fylkisins er Adelaide og íbúar þess rúm ein og hálf milljón. Landslagið er að miklu leyti fjöllótt og lítt gróið, jafnvel eyðimörk þegar komið er mjög norðarlega. Við tvo flóa (St. Vincent og Spencer) og í árdal Murrayfljótsins í suðvesturhluta fylkisins er þó afar frjósamt land. Þar er meðal annars helsta vínræktarsvæði Ástralíu enda loftslagið mjög svipað því sem gerist við Miðjarðarhaf. Helstu atvinnuvegir fylkisins eru þjónusta og iðnaður.

  Þessi Ástralíugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.