Fara í innihald

Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1957

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1957
Upplýsingar móts
MótshaldariPerú
Dagsetningar7. mars – 6. apríl
Lið7
Leikvangar1
Sætaröðun
Meistarar Argentína (11. titill)
Í öðru sæti Brasilía
Í þriðja sæti Úrúgvæ
Í fjórða sæti Perú
Tournament statistics
Leikir spilaðir21
Mörk skoruð101 (4,81 á leik)
Markahæsti maður Javier Ambrois
Humberto Maschio
(9 mörk hvor)
1956
1959a

Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1957 var 25. Suður-Ameríkukeppnin í knattspyrnu og var haldin í Líma í Perú dagana 7. mars til 6. apríl. Sjö lið kepptu á mótinu þar sem öll liðin mættust í einfaldri umferð. Argentínumenn urðu meistarar með talsverðum yfirburðum og er sigurliðið talið eitt það besta í sögu argentínsku knattspyrnunnar.

Guillermo Stábile var þjálfari argentínska liðsins sem mætti ógnarsterkt til leiks. Liðið hafði á að skipa fimm manna sóknarlínu sem kölluð var Carasucias, sem var vísun í bandarísku glæpamyndina Angels with Dirty Faces með James Cagney. Hana skipuðu þeir Omar Corbatta, Humberto Maschio, Antonio Angelillo, Enrique Sívori og Osvaldo Cruz. Liðið skoraði 24 mörk í fimm fyrstu leikjum sínum, þar á meðal þrjú á móti Brasilíu og átta gegn Kólumbíu. Sigurinn var í höfn fyrir lokaumferðina þar sem Argentínumenn gátu leyft sér að tapa 2:1 fyrir liði heimamanna.

Frammistaðan í Perú fyllti argentínsku þjóðina mikilli bjartsýni á gott gengi á HM í Svíþjóð 1958. Í millitíðinni voru hins vegar þeir Sivori, Maschio og Angelillo keyptir til ítalskra liða og hættu að leika með landsliðinu. Argentína endaði í neðsta sæti síns riðils í Svíþjóð og tapaði m.a. 6:1 fyrir Tékkóslóvakíu.

Leikvangurinn

[breyta | breyta frumkóða]
Líma
Estadio Nacional de Peru
Fjöldi sæta: 50.000
Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig
1 Argentína 6 5 0 1 25 6 +19 10
2 Brasilía 6 4 0 2 23 9 +14 8
3 Úrúgvæ 6 4 0 2 15 12 +3 8
4 Perú 6 4 0 2 12 9 +3 8
5 Kólumbía 6 2 0 4 10 25 +15 4
6 Síle 6 1 1 4 9 17 -8 3
7 Ekvador 6 0 1 5 7 23 -16 1
7. mars
Perú 2-1 Ekvador
Áhorfendur: 50.000
Dómari: Erwin Hieger, Austurríki
Ambrois 26, 29 (vítasp.), 57, 74, Sasía 87 Larraz 12, 40 (vítasp.)
10. mars
Perú 2-1 Ekvador
Áhorfendur: 55.000
Dómari: Robert Turner, Bretlandi
Terry 29, 37 (vítasp.) Cantos 44
13. mars
Argentína 8-2 Kólumbía
Áhorfendur: 42.000
Dómari: Ronald Lynch, Bretlandi
Cruz 5, Angelillo 10, 73, Maschio 16 (vítasp.), 23, 53 (vítasp.), 85, Corbatta 59 Gamboa 34 (vítasp.), Valencia 37
13. mars
Brasilía 4-2 Síle
Áhorfendur: 42.000
Dómari: Bertley Cross, Bretlandi
Didi 20, 26, 44, Pepe 46 Ramírez Banda 13, Fernández 89
16. mars
Perú 1-0 Síle
Áhorfendur: 60.000
Dómari: Ronald Lynch, Bretlandi
Mosquera 57
17. mars
Kólumbía 1-0 Úrúgvæ
Áhorfendur: 50.000
Dómari: Pedro Di Leo, Ítalíu
Arango 28
17. mars
Argentína 3-0 Ekvador
Áhorfendur: 50.000
Dómari: Bertley Cross, Bretlandi
Angelillo 5, 39, Sívori 14
20. mars
Argentína 4-0 Úrúgvæ
Áhorfendur: 40.000
Dómari: Erwin Hieger, Austurríki
Maschio 7, 73, Angelillo 48, Sanfilippo 83 Fernández 14, 28
24. mars
Brasilía 9-0 Ekvador
Áhorfendur: 45.000
Dómari: Ronald Lynch, Bretlandi
Evaristo 22, 89, Pepe 25, Zizinho 34 (vítasp.), Joel 43, 68, Didi 78 Larraz 80 (vítasp.)
21. mars
Síle 3-2 Ekvador
Áhorfendur: 45.000
Dómari: Erwin Hieger, Austurríkii
Verdejo 35, 70, Espinoza 62 Arango 68, Carrillo 83
23. mars
Úrúgvæ 5-3 Perú
Áhorfendur: 55.000
Dómari: Bertley Cross, Bretlandi
Ambrois 22, 48, 60, 75, Carranza 26 Terry 3, Seminario 81, Mosquera 83
24. mars
Síle 2-2 Ekvador
Áhorfendur: 45.000
Dómari: Erwin Hieger, Austurríkii
Ramírez Banda 18, 26 (vítasp.) Larraz 25 (vítasp.), Cantos 59
24. mars
Brasilía 9-0 Perú
Áhorfendur: 45.000
Dómari: Bertley Cross, Bretlandi
Pepe 27, Evaristo 41, 44, 45, 75, 86, Didi 50, 60, Zizinho 85
27. mars
Perú 4-1 Kólumbía
Áhorfendur: 55.000
Dómari: Ronald Lynch, Bretlandi
Terry 34, Rivera 35, 37, Bassa 83 Arango 73 (vítasp.)
28. mars
Argentína 6-2 Síle
Áhorfendur: 50.000
Dómari: Robert Turner, Bretlandi
Sívori 7, Angelillo 21, 70, Maschio 53, 74, Corbatta 83 (vítasp.) Fernández 14, 28
28. mars
Úrúgvæ 3-2 Brasilía
Áhorfendur: 50.000
Dómari: Erwin Hieger, Austurríki
Campero 15, 23, Ambrois 17 Evaristo 68, Didi 70
31. mars
Brasilía 1-0 Perú
Áhorfendur: 55.000
Dómari: Ronald Lynch, Bretlandi
Didi 73 (vítasp.)
1. apríl
Kólumbía 4-1 Ekvador
Áhorfendur: 40.000
Dómari: Harry Davis, Bretlandi
Álvarez 19 (vítasp.), Gutiérrez 22, Gamboa 30, 58 Larraz 32 (vítasp.)
1. apríl
Úrúgvæ 2-0 Síle
Áhorfendur: 40.000
Dómari: Erwin Hieger, Austurríki
Campero 28, Roque 40
  • Leikurinn var flautaður af á 43.mín. vegna óláta áhorfenda.
3. apríl
Argentína 3-0 Brasilía
Áhorfendur: 55.000
Dómari: Robert Turner, Bretlandi
Angelillo 23, Maschio 87, Cruz 90
6. apríl
Perú 2-1 Argentína
Áhorfendur: 60.000
Dómari: Bertley Cross, Bretlandi
Mosquera 15, Terry 81 Sívori 50

Markahæstu leikmenn

[breyta | breyta frumkóða]

Humberto Maschio og Javier Ambrois voru jafnir markakóngar með níu mörk hvor. Alls voru 101 mark skorað af 33 leikmönnum, ekkert þeirra var sjálfsmark.

9 mörk
8 mörk
5 mörk