Fara í innihald

José Piendibene

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
José Piendibene
Upplýsingar
Fullt nafn José Miguel Piendibene Ferrari
Fæðingardagur 5. júní 1890(1890-06-05)
Fæðingarstaður   
Dánardagur    12. nóvember 1969 (79 ára)
Leikstaða Framherji
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1908-1928 Peñarol - 506 (253)
Landsliðsferill
1909-1922 Úrúgvæ 43 (22)
Þjálfaraferill
1934
1940-1941
Peñarol
Peñarol

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

José Miguel Piendibene Ferrari (f. 5. júní 1890 - d. 12. nóvember 1969) var knattspyrnumaður frá Úrúgvæ, sem lék sem framherji og er talinn einn besti leikmaður í sögu þjóðar sinnar. Hann lék allan sinn feril hjá Peñarol og tók síðar að sér þjálfun liðsins.

Ævi og ferill

[breyta | breyta frumkóða]

Piendibene var leikmaður með Peñarol frá Montevídeó frá 1908 til 1928. Á þeim tíma vann hann ellefu titla, þar af fjóra úrúgvæska meistaratitla. Alls tók hann þátt í 62 leikjum gegn erkijendunum í Nacional, fleiri en nokkur annar leikmaður. Árið 1924 var hann útnefndur heiðursfélagi í Peñarol og var hann fánaberi á fimmtíu ára afmæli félagsins árið 1941.

Árið 1909 lék Piendibene sinn fyrsta landsleik, gegn Argentínumönnum í Buenos Aires. Árið eftir lék hann tvo leiki í fyrsta móti suður-amerískra landsliða, en ekki er hefð fyrir að telja þá keppni til hinnar opimberu Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu. Fyrsta formlega Suður-Ameríkukeppnin fór fram í Argentínu 1916. Úrúgvæ fór með sigur af hólmi á mótinu og skoraði Piendibene fyrsta markið í sögu keppninnar í leik gegn Síle. Hann var einnig í sigurliði Úrúgvæ í sömu keppni árið 1920.

Eftir að Piendibene lagði skóna á hilluna tók hann í tvígang við þjálfun Peñarol.

Hann lést árið 1969, 79 ára að aldri.