Stjórnskipan Aþenu
Útlit
- Þessi grein fjallar um ritið sem er eignað Aristótelesi. Um ritið sem er eignað Xenofoni, sjá Stjórnskipan Aþenu.
Stjórnskipan Aþenu er rit eftir forngríska heimspekinginn Aristóteles eða einhvern af nemandum hans.
Verkið er einstakt að því leyti að það er hvergi að finna í handritum að verkum Aristótelesar. Það er einungis varðveitt á papýrus-broti sem fannst í Egyptalandi árið 1890. British Museum eignaðist það ári síðar.