Fara í innihald

Stinglax

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stinglax

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Borrar (Perciformes)
Ætt: Stinglaxar (Trichiuridae)
Ættkvísl: Aphanopus
Tegund:
A. carbo

Tvínefni
Aphanopus carbo
(Lowe, 1839)

Stinglax (fræðiheiti: Aphanopus carbo) er miðsævisfiskur í stinglaxaætt. Hann finnst í Norðaustur-Atlantshafi frá Madeiraeyjum við Spán og Portúgal, við Bretlandseyjar, Noreg og Ísland á 180–1600 m dýpi.[1] Hann getur náð allt að 110 cm lengd en fullorðinn er yfirleitt 80–85 cm að lengd.

Stinglax er mjög mjór. Hæð stinglaxins er yfirleitt um einn áttundi hluti lengdarinnar. Trjónan er stór og tennurnar sterkar og vígtannalaga. Bakugginn er með 34 til 41 broddi. Raufarugginn er með 2 broddum. Kviðuggarnir eru með einum broddi í ungum en eru horfnir í fullorðnum. Stinglax er svartur á litinn og örlítið lithverfur. Innra borð munnsins og tálknanna er svart. Ungar eru uppsjávarfiskar og lifa við 100–500 m dýpi.[2]

Lifnaðarhættir

[breyta | breyta frumkóða]

Stinglax er miðsævisfiskur á daginn en færir sig í uppsjó að næturlagi til að éta. Algengasta fæða hans er krabbar, smokkar og aðrir fiskar svo sem langhalar og mórur. Ílangur líkami stinglaxins, mjótt höfuð hans og langur bakuggi eru vel falin til hraðsunds. Munnurinn er stór með stórum tönnum til veiða. Svartur litur stinglaxins gerir honum kleift að fela sig vel. Augun eru stór vegna skorts á ljós í miðsjónum. Stinglax er talinn fullorðinn þegar hann nær 80 cm lengd. Eggin og lirfurnar rekur í uppsjónum með svifi.

Stinglax er almennt stærri eftir því sem farið er suður. Lítið er vitað um lífsferill stinglaxins og ungum er sjaldan veiddir. Hann hrygnir eingöng við Madeiraeyjar, Kanaríeyjar og hugsanlega nokkur suðlægri svæði. Talið er að ungar gæti lifið við Færeyjar og vestan við Bretlandseyjar á meðan þeir vaxa áður en þeir fara suður til Portúgal til að hrygna. Vaxtartími stinglaxins er tiltölulega langur miðað við aðra veiðifiska.

Stinglax er efnhagslega mikilvægur á Íberíuskaga, einkum í Madieraeyjum þar sem hann er mikils metinn. Hann er auk þess veiddur við Ísland, Frakkland, Írland og Kanaríeyjar. 109 tonn af stinglaxi voru veidd við Ísland árið 2013.[3]

Hætta við neyslu

[breyta | breyta frumkóða]

Þó hann sé víða borðaður stafir nokkur hætta af neyslu á stinglaxi enda inniheldur hann þungmálma á borð við blý, kvikasilfur og kadmín. Hægt er að lágmarka hættuna með því að borða ekki lifrina og borða aðeins takmarkað magn af stinglaxi.

Sníkjudýrið Anisakis getur lifað í stinglaxi. Neysla á hráum stinglaxi getur valdið sýkingu af Anisakis. Eina leiðin til að meðhöndla sýkinguna er að fjarlægja þráðormana með speglun eða skurðaðgerð.

  1. „Hvað er stinglax og finnst hann á Íslandsmiðum?“. Vísindavefurinn. Sótt 18. febrúar 2018.
  2. Aphanopus carbo Lowe, 1839: Black scabbardfish“. FishBase. Sótt 18. febrúar 2018.
  3. „Afli og verðmæti í stinglax - ráðstöfun og frágangur“. Fiskistofa. Sótt 18. febrúar 2018.