Fara í innihald

Borrar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Borrar
Aborri (Perca flavescens)
Aborri (Perca flavescens)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Perciformes
Ættir

margar, sjá texta

Borrar (fræðiheiti: Perciformes, en líka Percomorphi og Acanthopteri) eru stærsti ættbálkur hryggdýra og telja um 40% allra fiska og 7000 tegundir. Ættin dregur nafn sitt af aborra (Perca flavescens). Borrar komu fyrst fram seint á krítartímabilinu.

Einkenni á borrum er að bakuggar og raufaruggar skiptast í tvennt þar sem fremri hlutinn er með harða geisla og sá aftari með mjúka geisla. Þeir eru venjulega með kviðugga með einum hörðum geisla og allt að fimm mjúkum, ýmist undir hálsinum eða á maganum.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.