Þungmálmur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þungmálmur er málmur sem hefur háan massa, eða málmar sem hafa þéttleika yfir 5 g/cm³, eða fimm sinnum þéttari en vatn. Fjöldi efna tilheyra þessum hópi en umhverfislega séð er yfirleitt átt við arsen, blý, kadmín, kóbalt, kopar, króm, kvikasilfur, nikkel, sink, tin og vanadín. Arsen telst yfirleitt til þungmála vegna þéttleika síns (5,73 g/cm³) þó að það sé í raun og veru málmleysingi.

Vegna þess að það er ekki hægt að brjóta frumefni niður og vegna þess að lífverur eiga erfitt með að losa sig við þau safnast þungmálmar í lífverum. Þetta veldur ýmsum vandamálum. Töluverð uppspretta þungumála í náttúrunni er úrgangur og brennsla. Til dæmis er þungmálma að finna í rafhlöðum og bakskautslömpum.

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.