Stafrænt sjónvarp á Íslandi
Fyrstu útsendingar á stafrænu sjónvarpi á Íslandi hófust árið 1998. Þann 2. september 2013 var slökkt á fyrstu hliðrænu sjónvarpssendunum á Íslandi. Það markaði byrjunina á því ferli að skipta frá hliðrænu yfir í stafrænt drefingarkerfi. Hliðrænar útsendingar á Íslandi voru lagðar niður 2. febrúar 2015 þegar slökkt var endanlega á hliðræna dreifikerfi RÚV.[1]
RÚV og Vodafone unnu saman að uppbyggingu stafræns dreifingarkerfis. Vodafone rekur þetta kerfi í 15 ár frá fyrstu lokunum á hliðrænum sendingum. Til að ná útsendingunum þarf tæki sem getur skilið staðalinn DVB-T eða DVB-T2.[2]
Innleiðing
[breyta | breyta frumkóða]
Þann 5. nóvember 2002 skipaði þáverandi samgönguráðherra Sturla Böðvarsson starfshóp til að gera tillögu um innleiðingu á stafrænu sjónvarpi á Íslandi.[3] Þá var sett skilyrði um að stafrænar útsendingar næðu til 99,9% landsmanna.[3] Árið 2003 gaf Samgönguráðuneytið út skýrslu um stöðu stafræns sjónvarps á Íslandi og hvernig skyldi fara að innleiðingu þess.[3] Í henni var mælt með því að sameiginlegt stafrænt dreifingarkerfi yrði stofnað og að tryggt væri að allir aðilar hefðu jafnan aðgang að því.
Í skýrslunni voru ýmsir valkostir skoðaðir og ákveðið var að hagkvæmasta leiðin til að dreifa stafrænu sjónvarpi var með jarðbundnu útsendingarkerfi byggt á staðlinum DVB-T.[3]
Áfangaskipting
[breyta | breyta frumkóða]Verið er að slökkva á hliðrænum útsendingum í áföngum. Tímasetningar lokana er svona:[4]
Dagsetning | Svæði |
---|---|
1. september 2013 | Hlutar Norðurlands eystra og Vestfirða |
1. febrúar 2014 | Hlutar Austfirða |
31. mars 2014 | Vesturland, hlutar Austurlands |
30. júní 2014 | Suðurland, Vestmannaeyjar |
30. september 2014 | Akureyri og hlutar Norðurlands eystra |
31. desember 2014 | Höfuðborgarsvæðið, Reykjanesskagi og Vestfirðir |
Síðustu sendingar hliðræns sjónvarps
[breyta | breyta frumkóða]Þann 2. febrúar 2015 var slökkt á hliðræna dreifikerfi RÚV á Vatnsenda og með því lauk hin upprunalega aðferð sjónvarpsútsendinga á Íslandi sem hafði verið síðan Sjónvarpið var sett á laggirnar 1966. Stafrænar sjónvarpsútsendingar ná til 99,9 % landsmanna og veitti í fyrsta sinn aðgang að einkareknum stöðum og fjölbreyttari efni fyrir marga íbúa landsbyggðarinnar.[5]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Slökktu á hliðræna dreifikerfi RÚV - RÚV.is“. RÚV. 2 febrúar 2015. Sótt 10 janúar 2025.
- ↑ „RÚV“. Sótt 2. febrúar 2014.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 3,3 „Greinargerð starfhóps um stafrænt sjónvarp á Íslandi“ (PDF). Sótt 2. február 2014.
- ↑ „Áætluð lokun hliðræna senda“. Sótt 2. febrúar 2014.
- ↑ „Kaflaskil í íslenskri fjarskiptasögu — Vodafone bloggið“. web.archive.org. 15. mars 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. mars 2015. Sótt 10 janúar 2025.