Skurður
Útlit
Skurður eða síki er manngerður farvegur sem oft tengist við vötn, ár eða höf. Til eru þrjár megingerðir skurða; framræsluskurðir til að veita vatni frá tilteknum svæðum, áveituskurðir til að veita vatni að tilteknum svæðum og skipaskurðir fyrir farþega- eða flutningaskip. Skipaskurðir eru oft ár sem eru breikkaðar eða aðrar hindranir fjarlægðar til að gera þær siglingahæfar; á þeim er oft margra þrepa skipastigar. Minni skurðir af þessu tagi geta borið smábáta og pramma, en stærri skipaskurðir bera stór flutningaskip.
Nokkrir frægir skipaskurðir
[breyta | breyta frumkóða]- Dujiangyan áveitukerfið: fornt áveitukerfi í Sesúan héraði í vesturhluta Alþýðulýðveldisins Kína. Það var upphaflega sett upp á tímum Qin-veldisins á þriðju öld f.Kr. sem áveitu- og flóðvarnaverkefni og er enn í notkun í dag.
- Dortmund-Emsskurðurinn: lokuskipaskurður í vestur Þýskalandi, frá Dortmund í Ruhrhéraði til Emden við Norðursjó; um 269 km; liggur hæst í 70 m hæð; gerður 1892-99; fær skipum innan við 1350 t. Dortmund-Emsskurðurinn tengist fljótunum Rín og Weser með hliðarskurðum.
- Egðuskurður: Slésvíkur-Holtsetalandsskurður: 34 km langur skipaskurður sem danska stjórnin lét grafa 1777-84, milli Kílarfjarðar og árinnar Egðu; varð hluti af Kílarskurði 1887.
- Erieskurður: skipaskurður í Bandaríkjunum; tengir Ontariovatn og Erievatn um Buffalo við Troy og Nýju Jórvík um Hudsoná; 584 km langur; grafinn 1817-25.
- Gautaskurður: skipaleið í Suður Svíþjóð, milli Vænis (Vänern) og Eystrasalts; 182 km langur, þar af eru skipaskurðir 87 km en að öðru leyti liggur leiðin um vötn. Á Gautaskurði eru 58 flóðgáttir og mesta hæð yfir sjávarmáli er 91, 5 m; byggður 1810-32; lokaður að meðaltali 4 mánuði á ári vegna ísa.
- Hvítahafsskurður: 227 km langur skipaskurður í Rússlandi; tengir Hvítahaf og Onegavatn. Þaðan liggja skipaskurðir til Eystrasalts og Svartahafs og skipgengra fljóta, t.d. Volgu; fullgerður 1933.
- Kaledóníuskurðurinn: hann er í Skotlandi, liggir frá Morayfirði á NA-Skotlandi og tengist Atlantshafinu um Lornfjörð.
- Mikli skurður (Keisaraskurðurinn): Skurðurinn mikli (kínv. Da Yunhe): skipaskurður í A-Kína; 1794 km; meðalbeidd: 30,5 m; tengir Chang Jiang og Gulafljót. Keisaraskurðurinn er elsti skipaskurður heims (gerð hans hófst 109 f.Kr.) og er einnig áveituskurður.
- Kílaskurður: (þý. Nord-Ostsee-Kanal): 99 km langur skipaskurður í vestur Þýskalandi, milli Kiel og mynnis Saxelfar í Slésvík-Holtsetalandi; dýpstur 11 m og breiðastur 102 m en 44 við botn. Við hvorn enda eru lokur vegna sjávarfalla; byggður 1887-95 og stækkaður 1907-14.
- Rínar-Herneskurðurinn:
- Rínar-Marneskurðurinn:
- Rínar-Rónarskurðurinn:
- Saarskurður:
- Saint Lawrence vatnaleiðin: (e. Saint Lawrence Seaway): kerfi skipaskurða og vatnsfalla í Kanada og Bandaríkjunum; tengir Vötnin miklu við Atlantshaf um Saint Lawrencefljót. Sjö skipaskurðir voru grafnir 1954-59 frá Montréal að Ontariovatni (hæðarmunur: 75 m) og þaðan gegnum höftin milli Vatnanna miklu. Í tengslum við Saint Lawrence vatnaleiðina voru reist mörg vatnsorkuver; fær hafskipum til Chicago.
- Sault Sainte Marie-skurðirnir: Sooskurðirnir: tveir skipaskurðir í Bandaríkjunum og Kanada meðfram ánni Saint Marys; tengja Efravatn og Huronvatn; opnaðir 1855 og endurbættir 1881-1919.
- Trollhätteskurður: skipaskurður í SV-Svíþjóð, milli Gautaborgar og Vænis (Vänern); 84 km. langur, þar af 74 km. eftir Gautelfi; mesti hæðarmunur 44 m; opnaður 1800 og endurbyggður 1838-44.
- Wellandskurðurinn: skipaskurður í Kanada, milli Erievatns og Ontariovatns sem liggur 100 m lægra; 45 km langur með átta þrepa skipastiga framhjá Niagarafossum; minnsta dýpi 9 m; hluti af Saint Lawrence vatnaleiðinni.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist skurðum.