Fara í innihald

Erie-vatn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Erievatn)
Staðsetning.
Við strönd vatnsins í Ohio.
Put-in-Bay við South Bass-eyju.
Þörungavöxtur við vatnið.
Erie-vatnasnákurinn (Nerodia sipedon).

Erie-vatn (enska Lake Erie, franska: Lac Érié) er eitt fimm Vatnanna miklu. Það er næstminnst þeirra að flatarmáli eða tæplega 26.000 ferkílómetrar. Það er grynnst vatnanna og mesta dýpi þess nær aðeins 64 metrum. Erie-vatn liggur að kanadíska fylkinu Ontaríó í norðri og bandarísku fylkjunum Ohio, Pennsylvania og New York í suðri og austri. Það er nefnt eftir Erie-frumbyggjum sem bjuggu á suðurströnd þess.

Helsta fljót sem rennur í það er Detroit-fljót. Niagara-fljót er helsta afrennsli þess. Í því eru vatnsaflsvirkjanir sem framleiða rafmagn sem nýtt er bæði í Kanada og Bandaríkjunum. Stærstu borgir við vatnið eru í Bandaríkjunum; Buffalo (New York), Erie (Pennsylvania), Toledo (Ohio) og Cleveland (Ohio). Mengun og ofauðgun hafa verið vandamál við Erie-vatn. Atvinnuveiðar hafa minnkað undanfarna áratugi en frístundaveiði er algeng.

Erieskurður er einn elsti skipaskurður Bandaríkjanna.

Point Pelee-þjóðgarðurinn í Ontaríó er á norðurströnd vatnsins.

Víðmynd. Að vetri til, horft til Cleveland.

Fyrirmynd greinarinnar var „Lake Erie“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 13. feb. 2017.