Fara í innihald

Gautelfur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fossarnir í Trollhättan þegar vatni hefur verið hleypt á

Gautelfur (sænska: Göta älv) er lengsta og vatnsmesta á Svíþjóðar. Hún er afrennsli Vænis (Vänern) í Kattegat (þ.e. Jótlandshaf) og er 91 km löng. Hún greinist í tvennt við Kungälv og skilja kvíslirnar eyna Hísing frá meginlandinu. Nyrðri kvíslin heitir Nordre älv (nyrðri elfur), en syðri kvíslin heldur óbreyttu nafni. Hafnarsvæði Gautaborgar við mynni syðri kvíslarinnar. Við Trollhättan eru stórir fossar í Gautelfi sem hafa verið virkjaðir. Trollhätteskurðurinn liggur framhjá fossunum og gerir Gautelfi skipgenga til Vænis.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  Þessi Svíþjóðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.