Sigurður A. Magnússon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Sigurður A. Magnússon (fæddur 31. mars 1928, dáinn 2. apríl 2017) var íslenskur rithöfundur, þýðandi, ritstjóri, gagnrýnandi og blaðamaður. Hann samdi ljóð, leikrit, ferðabækur, minningarbækur og smásögur.

Árið 1953 kom út fyrsta bók hans, ferðabókin Grískir reisudagar en árið 1961 kom út skáldsaga hans Næturgestir. Þekktastur er Sigurður fyrir skáldlega sjálfsævisögu í nokkrum bindum en fyrsta bindið er bókin Undir kalstjörnu sem kom út árið 1979. Sú bók fékk menningarverðlaun DV árið 1980.

Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1948 og lærði guðfræði, grísku, trúarbragðasögu og bókmenntir við Háskóla Íslands, Kaupmannahafnarháskóla og háskólann í Aþenu. Hann lauk BA-prófi í samanburðarbókmenntum frá The New School for Social Research í New York árið 1955. Hann vann lengi við blaðamennsku hérlendis og hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann var meðal annars blaðamaður á Morgunblaðinu frá 1956-1967, ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins frá 1962-1967 og Samvinnunnar 1967-1974. Sigurður var meðal annars formaður Rithöfundasambands Íslands, Norræna rithöfundaráðsins og Íslandsdeildar Amnesty International. Hann var í dómnefnd Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs um níu ára skeið. Sigurður skrifaði mikið um þjóðfélagsmál og menningu.[1][2]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Sigurður A. Magnússon látinn Rúv, skoðað 10. apríl, 2017
  2. Bokmenntaborgin.is, „Sigurður A. Magnússon“ (skoðað 24. júní 2019)