Han-fljót (Guangdong)
Han-fljót (kínverska:韓江; rómönskun: Hán Jiāng) er fljót í suðausturhluta Alþýðulýðveldisins Kína. Það rennur að mestu í austurhluta Guangdong-héraðs og er um 410 kílómetra að lengd.
Han-fljót á upptök sín Wuyi fjöllum í suðvestur Fujian héraði norðan við Changting sýslu. Efri farvegur þess er þekktur sem Ting-fljótið og rennur suður til Fengshi, og tengist Yongding ánni. Hún rennur suður yfir héraðsmörkin við Guangdong-hérað og tengist Sanheba með helstu þverá sinni, Mei-ánni, sem framræsir víðfeðmt svæði í norðausturhluta Guangdong milli Dawan- og Lianhua-svæðisins, og annarri austurkvísl, Daqing-ánni, sem dregur fram lítið vatnasvæði í suðurhluta Fujian vestan við Boping-svæðið. Han-fljót rennur síðan suður til hafs í gegnum umfangsmikið óshólmassvæði fyrir neðan Chao'an, með borgina Shantou á suðvesturhorni þess og tæmist í Suður-Kínahaf.
Fólk af Teochew þjóðerni vísar til fljótsins sem „móðurfljótsins“.
Fljótið er nefnt eftir Han Yu, rithöfundi, skáldi og embættismanni Tangveldisins (618–907), til heiðurs framlagi hans til tungumálasvæðis Teoswa (Chaoshan). Fljótið varð friðsælla eftir fljótareglugerð sem Han koma á og því nefnd eftir honum. Fljótið var upphaflega nefnt E Xi („Hið grimma fljót“).
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Han River (Guangdong)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 26. júlí 2022.
- Han Chiang, Han Jiang (1. febrúar 2012). „Britannica:Han River“. The Editors of Encyclopaedia. Sótt 26. júlí 2022.