Hengibrú

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Iðubrú, hengibrú yfir Hvítá í Árnessýslu.
Golden Gate-brúin, yfir „Gullna hliðið“, sem tengir San Francisco-flóa við Kyrrahafið.

Hengibrú er ein gerð brúar, þar sem brúargólfið eða brautin, hangir í burðarköplum sem festir eru í akkeri við báða enda. Hengibrýr í frumstæðri mynd eru eflaust nokkur þúsund ára gamlar, og eru dæmi um slíkar brýr í Kína á 2. öld fyrir Krist.

Á 19. öld kom fram sú hugmynd að lyfta burðarköplunum með háum turnum, eða stöplum, og má segja að þá hafi komið fram hengibrýr í nútímamerkingu. Með tækniframförum á síðustu áratugum hefur tekist að byggja lengri hengibrýr en áður var mögulegt. Er þar bæði verið að uppfylla ákveðnar þarfir í samgöngum, en einnig að fullnægja metnaði verkfræðinga og þjóða, með því að fara að ystu mörkum þess sem er tæknilega mögulegt. Auk þess eru hengibrýr oft glæsileg mannvirki.

Lengstu hengibrýr heims[breyta | breyta frumkóða]

Hengibrýr eru oft flokkaðar eftir því hvað þær spanna langt haf milli meginstöpla. Lengstu hengibrýr í heimi eru nú:

  1. Fáni Tyrklands 1915 Çanakkale-brúin: 2023 metrar, vígð 2022
  2. Fáni Japan Akashi-Kaikyo-brúin: 1991 metrar, vígð 1998
  3. Fáni Kína Yangsigang-brúin: 1700 metrar, vígð 2019
  4. Fáni Kína Xihoumen-brúin: 1650 metrar, vígð 2007
  5. Fáni Danmerkur Stórabeltisbrúin: 1624 metrar, vígð 1998
  6. Fáni Tyrklands Osman Gazi-brúin: 1550 metrar, vígð 2016
  7. Fáni Suður-Kóreu Yi Sun-sin-brúin: 1545 metrar, vígð 2012
  8. Fáni Kína Runyang-brúin: 1490 metrar, vígð 2005
  9. Fáni Kína Fjórða Nanjing Yangtze-brúin: 1490 metrar, vígð 2012
  10. Fáni Bretlands Humber-brúin: 1410 metrar, vígð 1981