Sandra Bullock

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sandra Bullock
Sandra á Óskars verðlaunahátíðinni 2011
Sandra á Óskars verðlaunahátíðinni 2011
Upplýsingar
FæddSandra Annette Bullock
26. júlí 1964 (1964-07-26) (59 ára)

Sandra Annette Bullock (fædd 26. júlí 1964) er bandarísk leikkona og framleiðandi sem öðlaðist frægð á 10. áratugnum með vinsælum myndum eins og Demolition Man, Speed, The Net, A Time To Kill og While You Were Sleeping. Síðan þá hefur hún leikið í kvikmyndum eins og Miss Congeniality, The Lake House og Crash sem fengu góða dóma gagnrýnenda. Árið 2007 var hún 14. ríkasta kvenkyns stjarnan með eignir metnar á alls 85 milljónir bandaríkjadala. Árið 2009 lék hún í tekjumeiri myndum ferils síns, The Proposal og The Blind Side. Bullock fékk Golden Globe verðlaunin fyrir bestu leikkonu, SAG-verðlaun fyrir framúrskarandi frammistöðu leikkonu í aðalhlutverki og Óskarsverðlaun fyrir bestu leikkonu fyrir hlutverk sitt sem Leigh Anne Tuohy í The Blind Side. Hún er í Heimsmetabók Guinnes árið 2012 fyrir að vera hæst launaða leikkonan, með 56 milljónir Bandaríkjadala.

Æska[breyta | breyta frumkóða]

Sandra Annatte Bullock fæddist í Arlington í Virginíu sem er úthverfi borgarinnar Washington, D.C.. Faðir hennar, John W. Bullock (f. 1925) var bandarískur hermaður og raddþjálfari í hlutastarfi frá Birmingham, Alabama, og móðir hennar, Helga D. Meyer (1942-2000), var þýsk óperusöngkona og raddkennari. Móðurfaðir Bullock var eldflaugafræðingur frá Nürnberg í Þýskalandi. John Bullock hitti eiginkonu sína í Nürnberg þar sem hann var staðsettur vegna herþjónustu sinnar. Þau giftust í Þýskalandi en fluttu fljótlega til Arlington þar sem John Bullock vann með hernum.

Bullock fylgdi móður sinni oft á óperuferðalögum hennar um Evrópu. Hún eyddi tíma í Salzburg og Nürnberg, þar sem hún var með frænku sinni og ömmmu og lærði þýsku. Bullock lærði ballet og raddlist sem barn og tók að sér lítil hlutverk í óperuverkum móður sinnar. Hún söng í óperu fyrir börn í kórnum í Staatstheater Nürnberg

Bullock gekk í Washington-Lee menntaskólann þar sem hún var klappstýra og tók þátt í leikritum á vegum skólans. Eftir útskrift árið 1982 skráði hún sig í East Caroline háskólann í Greenville í N-Karólínu. Hún hætti hins vegar á fjórða árinu, vorið 1986, þegar hún átti aðeins eftir að klára þrjár einingar til að útskrifast, til að verða leikkona. Hún flutti til Manhattan og hélt sér uppi með því að vinna sem barþjónn, gengilbeina og fleira. Hún tók síðar þær einingar sem upp á vantaði og útskrifaðist frá East Carolina háskólanum.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Bullock á Cannes-kvikmyndahátíðinni árið 2002.

Þegar Bullock var í New York sótti hún leiklistartíma í Neighborhood Playhouse. Hún lék í nokkrum kvikmyndum nemanda og landaði seinna hlutverki í leikritinu No Time Flat. Leikstjórinn Alan J. Levi varð hrifinn af frammistöðu Bullock og bauð henni hlutverk í sjónvarpsmyndinni Bionic Showdown: The Six Million Dollar Man and the Bionic Woman árið 1989. Eftir að hafa leikið í sjónarpsmyndinni var Bullock áfram í Los Angeles og var ráðin í lítil hlutverk í nokkrum óháðum kvikmyndum og einnig aðalhlutverkið í skammlífu NBC-sjónvarpsútgáfunni af kvikmyndinni Working Girl (1990). Hún lék seinna í nokkrum kvikmyndum, svo sem Love Potion No. 9 (1992), The Thing Called Love (1993) og Fire on the Amazon (þar sem hún samþykkti að koma fram ber að ofan ef myndavélin sýndi ekki það mikið; hún huldi sig með límbandi, sem var mjög sársaukafullt að fjarlægja).

Eitt fyrsta eftirtektarverða hlutverk Bullock var í vísindaskáldsögu-/hasarmyndinni Demolition Man (1993) með leikurunum Sylvester Stallone og Wesley Snipes. Þetta hlutverk varð til þess að hún fékk stóra hlutverkið í myndinni Speed ári seinna. Hún varð fræg kvikmyndastjarna seinni hluta 10. áratugarins og bættust mörg stór hlutverk á ferilskrána, meðal annarra While You Were Sleeping, þar sem hún hljóp í skarðið fyrir leikkonuna Demi Moore sem átti upphaflega að leika í myndinni, og Miss Congeniality. Sandra fékk 11 milljónir dala fyrir að leika í Speed 2: Cruise Control og 17,5 milljónir fyrir Miss Congeniality 2: Armed & Fabulous.

Bullock var valin á lista tímaritsins People yfir fallegasta fólk í heiminum árin 1996 og 1999 og var einnig í 58. sæti á lista tímaritsins Empire yfir 100 bestu kvikmyndinastjörnur allra tíma. Hún fékk Raúl Juliá-verðlaunin árið 2002 fyrir framlag sitt sem aðalframleiðandi gamanþáttarins George Lopez og hjálpaði það henni að opna ferilinn meira. Hún lék einnig nokkrum sinnum í þáttunum sem óheppna Amy, óheppin starfsstúlka í verskmiðjunni sem Geroge Lopez sér um. Árið 2002 lék hún á móti Hugh Grant í vinsælu kvikmyndinni Two Weeks Notice og í aðeins óþekktari mynd, Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood.

Árið 2004 lék Sandra aukahlutverk í kvikmyndinni Crash. Hún fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína og sögðu sumir gagnrýnendur að þetta væri besta frammistaða ferils hennar. Hún lék seinna í The Lake House, rómantískri dramamynd með meðleikara sínum úr Speed, Keanu Reeves, og kom myndin út 16. júní 2006. Vegna þess að persónur myndarinnar eru aðskildar í gegnum myndina (því söguþráðurinn snýst um tímaflakk), voru Bullock og Reeves aðeins saman á tökustað í tvær vikur við gerð myndarinnar. Þetta sama ár lék hún í Infamous sem rithöfundurinn Harper Lee. Hún lék einnig í Premonition með Julian McMahon sem kom út í mars 2007. Árið 2009 var einstaklega gott fyrir Söndru. Tvær myndir hennar slógu aðsóknarmet og urðu þær vinsælustu myndir hennar hingað til.

Í nóvember 2009 lék Sandra í The Blind Side og halaði hún inn 34,2 milljónum dala fyrstu sýningarhelgina. Myndin er einstök að því leiti að hún bætti við sig 17,6 % í áhorfi næstu sýningarhelgi og hirti hún toppsætið á þriðju sýningarhelginni. Gerð myndarinnar kostaði 29 milljónir dollara. Hún hefur halað inn meira en 250 milljónum dala og er það tekjuhæsta mynd Bullock og fyrsta kvikmynd sögunnar til að komast yfir 200 milljóna markið með aðeins eina fræga leikkonu innanborðs. Hún vann Golden Globe-, Óskars- og SAG-verðlaun fyrir frammistöðu sína í myndinni. Hún hafði áður hafnað hlutverkinu þrisvar sinnum vegna þess að henni leið ekki vel með að leika sanntrúaða kristna konu. Það að hún hafi unnið Óskar gefur góða mótsögn við það að daginn áður hafði hún unnið tvo Razzie-verðlaunagripi, fyrir frammistöðu sína í All About Steve. Hún er eina fræga manneskjan sem hefur verið nefnd „best“ og „verst“ sama árið.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Sambönd[breyta | breyta frumkóða]

Bullock var eitt sinn trúlofuð leikaranum Tate Donovan sem hún hitti við tökur á Love Potion No. 9 en samband þeirra entist í fjögur ár. Hún hafði áður átt í ástarsambandi við fótboltaspilarann Troy Aikman, tónlistarmanninn Bob Schneider (í tvö ár) og leikarana Matthew McConaughey og Ryan Gosling.

Sandra giftist þann 16. júlí 2005, en eiginmaðurinn varð mótorhjólakappinn og Monster Garage kynnirinn Jesse James. Þau hittust fyrst þegar Bullock kom því í kring fyrir tíu ára stjúpson sinn að hún hitti James sem jólagjöf.

Í nóvember 2009 fóru Sandra og Jesse í forræðisbaráttu við aðra fyrrverandi eiginkonu James, fyrrum klámstjörnuna Janina Lindemulder, sem James átti barn með. Sandra og Jesse unnu fullt forræði yfir fimm ára dóttur James. Sandra á engin börn sjálf.

Í mars 2010 kom fram hneykslismál þegar nokkrar konur sögðust hafa átt í ástarævintýri við James eftir að hann giftist Bullock. Bullock hætti við evrópska kynningu á myndinni sinni The Blind Side í kjölfar hneykslisins og sagði það vera af „persónulegum ástæðum“. 18. mars 2010 svaraði James sögusögnum um að hann hefði verið ótrúr Bullock og baðst opinberlega afsökunar. „Það er aðeins einni manneskju að kenna um þetta og það er ég“ sagði James í viðtali og vonaðist eftir því að eiginkona hans og börn myndu einhvern daginn „finna það í hjarta sér að geta fyrirgefið honum“. Talsmaður Jesse tilkynnti þann 30. mars 2010 að James hefði skráð sig í meðferð „til að taka á persónulegum málefnum“ og „bjarga hjónabandi sínu“.

Góðgerðamál[breyta | breyta frumkóða]

Bullock hefur verið opinber stuðningsmaður Rauða krossins og hefur tvisvar sinnum gefið 1 milljón dollara til samtakanna. Fyrst árið 2004 eftir jarðskjálfta og stórar flóðbylgjur í Indlandshafi. Árið 2010 gaf hún aftur 1 milljón dollara til að hjálpa fórnarlömbum jarðskjálftans á Haítí.

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemdir
1987 Hangmen Lisa Edwards
1989 Religion, Inc. Debby
1989 Bionic Showdown: The Six Million Dollar Man and the Bionic Woman Kate Mason
1989 Who Shot Patakango? Devlin Moran
1989 The Preppie Murder Stacy
1990 Lucky/Chances Maria Santangelo
1992 Who Do I Gotta Kill? Lori
1992 When the Party's Over Amanda
1992 Love Potion No. 9 Diane Farrow
1993 The Vanishing Diane Shaver
1993 The Thing Called Love Linda Lue Linden
1993 Demolition Man Lt. Lenina Huxley
1993 Fire on the Amazon Alyssa Rothman
1993 Wrestling Ernest Hemingway Elaine
1994 Speed Annie Porter MTV-kvikmyndaverðlaun fyrir bestu frammistöðu leikkonu
Saturn-verðlaun fyrir bestu leikkonu (jöfn Jamie Lee Curtis)
1995 While You Were Sleeping Lucy Tilnefnd—Golden Globe-verðlaun fyrir bestu leikkonu í söngleikj- eða gamanmynd
Tilnefnd—MTV-kvikmyndaverðlaun fyrir bestu frammistöðu leikkonu
Tilnefnd—MTV-kvikmyndaverðlaun fyrir eftirsóknarverðustu leikkonu
1995 The Net Angela Bennett/Ruth Marx
1996 Two If by Sea Roz
1996 A Time to Kill Ellen Roark Tilnefnd—MTV-kvikmyndaverðlaun fyrir bestu frammistöðu leikkonu
1996 In Love and War Agnes von Kurowsky
1997 Speed 2: Cruise Control Annie Porter
1997 "Making Sandwiches" leikkona/höfundur/leikstjóri/framleiðandi Frumsýnd—Sundance Film Festival
1998 Hope Floats Birdee Pruitt Lone Star Film & Television Award fyrir bestu leikkonu
1998 Practical Magic Sally Owens
1998 The Prince of Egypt (teiknimynd) Miriam (Talsetning)
1999 Forces of Nature Sarah Lewis
2000 Gun Shy Judy Tipp
2000 28 Days Gwen Cummings
2000 Miss Congeniality Gracie Hart Tilnefnd—Golden Globe-verðlaun fyrir bestu leikkonu í söngleikja- eða gamanmynd
Tilnefnd—Satellite-verðlaun fyrir bestu leikkonu í söngleikja- eða gamanmynd
2002 Murder by Numbers Cassie
2002 Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood Siddalee Walker
2002 Two Weeks Notice Lucy Kelson
2004 Crash Jean Cabot Black Reel-verðlaun fyrir besta leikarahóp
Gotham-verðlaun fyrir besta leikarahóp
Screen Actors Guild-verðlaun fyrir framúrskarandi frammistöðu leikarahóps í kvikmynd
2005 Farm of the Yard Amanda (Talsetning)
2005 Loverboy Mrs. Harker
2005 Miss Congeniality 2: Armed and Fabulous Gracie Hart
2006 The Lake House Kate Forster
2006 Infamous Nelle Harper Lee
2007 Premonition Linda Hanson
2009 Farm of the Yard: Saddles for Wild Horses Amanda (Talsetning)
2009 The Proposal Margaret Tate Tilnefnd—Golden Globe-verðlaun fyrir bestu leikkonu í söngleikja- eða gamanmynd
Tilnefnd—Satellite-verðlaun fyrir bestu leikkonu í söngleikja- eða gamanmynd
2009 All About Steve Mary Horowitz Razzie-verðlaunin: versta leikkona, versta par í kvikmynd
2009 The Blind Side Leigh Anne Tuohy Óskarsverðlaun fyrir bestu leikkonu
Broadcast Film Critics Association-verðlaun fyrir bestu leikkonu (jöfn Meryl Streep)
Golden Globe-verðlaun fyrir bestu leikkonu
Screen Actors Guild-verðlaun fyrir framúrskarandi frammistöðu leikkonu í aðalhlutverki
Tilnefnd—Washington DC Area Film Critics Association fyrir bestu leikkonu
Tilnefnd—Houston Film Critics Society-verðlaun fyrir bestu leikkonu
Tilnefnd—Image-verðlaun fyrir framúrskarandi leikkonu í kvikmynd
Tilnefnd—San Diego Film Critics Society-verðlaun fyrir bestu leikkonu

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Sandra Bullock“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt apríl 2010.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]