Fara í innihald

Sófa-aktívismi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sófa-aktívismi er hugtak sem nota mætti um einfaldar leiðir til að stunda aktívisma og styðja málefni eða samfélagslegt mál svo sem með notkun netsins og samfélagsmiðla.

Margar vefsíður og fréttaveitur hafa bætt samfélagsmiðlum á borð við Facebook og Twitter í miðlunarkerfi sitt þar sem notandinn getur auðveldlega líkað við, deilt og tíst, um það sem honum finnst áhugavert á netinu. Fólk getur sýnt áhuga á málum á sviði samfélags- eða stjórnmála svo dæmi séu tekin með einum músarsmelli.

Aðferðir[breyta | breyta frumkóða]

Aktívismi sófa-aktívistans felur meðal annars í sér að skrifa undir undirskriftalista á netinu,[1], ganga í hópa og samtök, oft án þess að leggja neitt annað af mörkum en að afrita og dreifa upplýsingum á samfélagsmiðlum. Meðal annars með því afrita stöðufærslur eða önnur skilaboð, breyta einkennismynd eða eigin upplýsingum í þágu einhvers málstaðar. Rannsóknir hafa staðið yfir á tengslum milli hugmyndarinnar um sófa-aktívisma og annarra forma aktívisma, þar sem hópar hafa í auknum mæli notast við samfélagsmiðla til að efna til þáttöku almennings og skipulagningar fjöldaaðgerða. [2][3] Aðgerðir Sameinuðu þjóðanna í verkefni sínu varðandi HIV / AIDS lýsir hugtakinu sófa-aktívisti með dæmi sem segir að fólk sem styður við málstað með því að framkvæma litlar og einfaldar aðgerðir sé í raun ekki skuldbundið eða hafi helgað sig því að valda breytingum.[4]

Notkun hugtaksins[breyta | breyta frumkóða]

Enska hugtakið „Slacktivism“ er taliðeiga rætur að rekja til Dwight Ozard og Fred Clark á Cornerstone hátíðinni 1995. Það var var stytting á hugtakinu „Slacker Activism“ sem vísar til eins konar aðgerðaleysis sem tengist virkni ungs fólks sem lét sig virkni lítið varða og hafði þar af leiðandi lítil áhrif á samfélagið nema ef vera skyldi í mjög litlum mæli og í einangruðum hópi. (eins og til dæmis að gróðursetja tré á móti því að taka þátt í mótmælaaðgerðum). Upphaflega var hugtakið notað í jákvæðum tilgangi þó notkunarmerking þess hafi breyst.[5] Útvarpsmaðurinn og stjórnmálaskýrandinn Dan Carlin notaðist við þetta hugtak í þáttum sínum á tíunda áratug tuttugustu aldar og talið er líklegt að hann hafi breytt merkingu orðsins í þá sem síðar varð. Dæmi um notkun hugtaksins sófa-aktívismi birtist í bók Evgeny Morozov Net Delusion: The Dark Side of Internet Freedom (2011). Þar tengir Morozov sófa-aktívisma við Colding-Jørgensen tilraunina. Árið 2009 bjó danski sálfræðingurinn, Anders Colding-Jørgensen, til gervihóp á Facebook sem hluta af rannsókn sinni. Í þeim hópi hélt hann því fram að yfirvöld í Kaupmannahöfn ætluðu að brjóta niður hinn fræga og sögulega storks gosbrunn á Amagertorv og mótmælti þeirri aðgerð. Á fyrsta degi höfðu 125 Facebook notendur skráð sig í hópinn og hópurinn stækkaði ört. Þegar yfir lauk voru 27.500 manns í hópunum.[6] Morozov heldur því fram að Colding-Jørgensen tilraunin sýni öll merki sófa-aktívisma: „Þegar samskiptaleiðir eru greiðar og kostnaðarlitlar geta hópra auðveldlega hvatt til aðgerða.“[7] Clay Shirky hefur einnig hlutgert sófa-aktívisma sem „fáránlega auðvelda hópamyndun.“[7]

Íslenska hugtakið[breyta | breyta frumkóða]

Á íslensku hefur þetta hugtak ekki verið mikið í umræðunni. Íslenska þýðingin á activism er samkvæmt orðabók aðgerðastefna en deilt er um hversu vel það nær utan um hugtakið.[8] Til eru þeir sem kjósa að nota aktívismi, sem er viðurkennt hugtak innan fræðasamfélagsins en virðist síður notað utan þess.[9] Höfundur greinarinnar kýs að nota orðið aktívismi umfram aðgerðastefnu Slacktivisim myndi í þessu tilviki þýðast sem sófa-aktívismi eða sófa-aðgerðarstefna.

Gagnrýni á sófa-aktívisma[breyta | breyta frumkóða]

Ekki eru allir á eitt sáttir við notkun á þessu hugtaki. Gagnrýnendur hafa varpað fram þeirri spurningu hvort einhver alvöru markmið náist með öllum þessum aðferðum þar sem sjaldnast þarf að leggja mikið á sig við aðgerðina.[10] Til eru þeir sem deila á að þetta feli í sér þær undirliggjandi forsendur að öll álitaefni verði leyst án vandkvæða á samfélagsmiðlum. Það geti vissulega verið möguleiki í þrengri skilningi (innan smærri samfélaga) en sófa-aktívismi reynis hins vegar algerlega gagnslaus í víðari skilningi, svo sem í hnattrænu tilliti.[11] Í innslagi fyrir NPR árið 2009 veltir Morozov vöngum yfir því hvort „sá ávinningur sem umfjöllun getur aflað í gegnum meiri áreiðanleika nýju miðlanna sé þeirra breytinga virði sem búast má við að séu jafnvel hefðbundnum aktívistum í óhag á þann hátt að almennir borgarar myndu í auknum mæli snúa sér frá hefðbundnum (og sannreyndum) aðferðum aktívisma.“[12]

Gagnrýni á sófa-aktívisma beinist oft að því að virkni á netinu sé árangurslaus og/eða að beiting hans dragi úr eða beinlínis hamli stjórnmálaþátttöku fólks á öðrum vettvangi. Þó svo margar rannsóknir á sófa-aktívisma vísi eingöngu til einstakra mála eða herferða þá er erfitt að fullyrða hversu hátt hlutfall af virkni tengdum sófa-aktívisma leiða til lokatakmarks. Enn fremur hafa margar rannsóknir einblínt á slíkan aktívisma í lýðræðislegu eða opnu samhengi, þar sem á opinberum vettvangi samfélagsmiðla er smellt á „like“, tilkynnt um mætingu á viðburð, skipt um einkennismynd á einstaklingsreikningi eða sett fram slagorð í stað myndar í löndum sem lúta einræði eða þvingandi stjórn á annan hátt. .[13][14]

Blaðamaðurinn Courtney C. Radsch heldur því fram að jafnvel þrátt fyrir lágt þátttökustig hafi sófa-aktívisminn verið mjög miklivæg útfærsla aktívisma fyrir arabíska ungdóminn í aðdraganda arabíska vorsins og á meðan því stóð þar sem þetta var ákveðið form málfrelsis og gat auðveldlega lætt sér inn í almenna fjölmiðlaumfjöllun. Það gerðist þegar ákveðin málefni með ákveðinni „hashtag“-merkingu „urðu að vinsælu umræðuefni og hjálpar til við fjölmiðlaathygli sem og að skipuleggja upplýsingaflæði. Samfélagsmiðlar hafa ákveðið vald til að móta alþjóðlegan fréttaflutning og er það ein leið til að bylta og draga úr völdum ríkja. ."[15] Við þetta má bæta að fræðimenn benda á að „óttinn við að virkni á netinu leysi af hólmi mannlega virkni sé órökstuddur,“ þar sem slík virkni veldur hvorki neikvæðum né jákvæðum áhrifum á stjórnmálaþátttöku. .[16]

Á meðan sófa-aktívismi þróast, fer tæknivald (ákveðin gerð stjórnskipulags þar sem ákvarðanir eru teknar af útvöldum einstaklingum með sértæka tækniþekkingu) minnkandi þar sem nánast hver sem er getur tekið þátt í ákvarðanatöku og aðgerðum. Stafrænn aktívismi stígur dans við samfélagsjöfnuð þar sem árangurslítil markaðssetning dreifir pólitískum efasemdum og dregur athyglina frá ákaflega róttækum hreyfingum.[17] Micah White hefur bent á að þó sófa-aktívismi sé yfirleitt auðveldasta leiðin til þátttöku í hreyfingum og stuðnings við breytingar þá hefur ljómi nýjungar net aktívismans horfið smám saman við það að fólk áttar sig á því að þátttaka þess hafði lítil sem engin áhrif. Hefur það orðið til þess að trú fólks á alls kyns aktívisma hefur dvínað. .[18] Malcolm Gladwell ritaði í grein sinni í New Yorker þann 4. október 2010. New Yorker article,[19] Þar gagnrýnir hann harðlega þá sem bera saman samfélagsmiðlabyltingar við alvöru aktívisma sem ögrar gildandi stöðu. Hann bendir á að ekki sé hægt að bera saman herferðir samfélagsmiðlanna við framkvæmdir aðgerða-aktívista sem eiga sér stað á fyrirfram ákveðnum stöðum. Hann tekur sem dæmi setuverkfallið í Greensbro í Norður Karólínu árið 1960 (sem varð til þess að Woolworth verslunarkeðjan aflétti kynþáttamismunun í verslunum sínum í suðurhluta Bandaríkjanna) sem verulega áhættusaman aktívisma. Enn fremur ritar Gladwell:

Sagnfræðingurinn Robert Darnton ritaði: „Undur samskiptatækni nútímans hafa orsakað falska meðvitund um fortíðina – mögulega þá tilfinningu að skamskipti eigi sér enga sögu eða eigi sér ekkert mikilvægi fyrir tíma sjónvarps og internets.“ En það er eitthvað annað í gangi nú til dags, í hinum gríðarlega ákafa sem fylgir samfélagsmiðlunum. Fimmtíu árum eftir einhvern magnaðasta atburð í umróti í sögu Bandaríkjanna, virðumst við hafa gleymt hvað aktívismi er. .[19]

Rannsókn frá 2011 sem lýtur að háskólastúdentum leiddi í ljós örlitla jákvæða fylgni milli þeirra sem stunduðu stjórnmálastarf í gegnum Facebook og þeirra sem halda sig frá Facebookstjórnmálum. Þeir sem stunduðu Facebookstjórnmálin eingöngu gerðu það með því að skrifa ummæli við stöðufærslur og annars konar lágmarks stjórnmálaþátttöku sem staðfestir enn frekar sófa-aktívisma líkanið. .[20] Brian Dunning hélt því fram í hlaðvarpsþætti sínum árið 2014, „Sófa-aktívismi: Vitundarvakning“ að virkni á internetinu sem tengd er sófa-aktívisma sé tímasóun í besta falli og í versta falli leið til að „stela milljónum bandaríkjadala frá sófa-aktívistum sem eru sannfærðir um að gefa alvöru fjármuni í eitthvað sem þeim er talin trú um að sé mikilvægt málefni.“ Hann segir enn fremur að mest af sófa-aktívisma herferðum séu „byggðar á lélegum upplýsingum, vondum vísindum og eru jafnvel oftar en ekki bölvað svindl.“ Hann notar Kony 2012 herferðina sem dæmi um hvernig hægt er að nota sófa-aktívisma sem leið til að nýta sér fólk. Myndin biður áhorfendur um að senda fjármuni til kvikmyndagerðarmannana heldur en afrískra löggæsluyfirvalda. Fjórum mánuðum eftir að myndin var frumsýnd tilkynnti Invisible Children – samtökin sem framleiddu myndina – að brúttótekjur myndarinnar hefðu verið 31,9 milljónir bandaríkjadala. Þeir fjármunir voru hins vegar aldrei notaðir til að stöðva starfsemi Kony heldur var framleidd önnur mynd um það um það hvernig Kony var stöðvaður. Dunning gengur svo langt að segja að sú virkni að vara við Kony hafi ekki skipt neinu máli þar sem lögregla og löggæsluyfirvöld hafi hvort eð er verið á höttunum eftir Kony í mörg ár. Dunning segir hins vegar að sófa-aktívismi sé aðeins jákvæðari í dag. Hann bendir á Change.org sem dæmi. Sá vefur inniheldur hundruð eða jafnvel þúsundir undirskriftarlista og bænaskjala. Sá sem undirritar slíka undirskriftasöfnun er oft sáttari við sjálfan sig en áður en fæstar af þessum söfnunum hafa leitt til neinna stærri umbóta. Dunning veldir því upp að áður en maður leggur nafn sitt við eða jafvnel bara „lækar“ málefni skyldi maður skoða málstaðinn og framkvæmdaraðilann til að koma í veg fyrir að um rangfærslur, ýkjur eða hreinlega falsanir sé að ræða.[21] Dæmi um herferð gegn sófa-aktívisma er auglýsingaserían „Liking isn‘t helping“ sem gerð var af alþjóðlegu auglýsingastofunni Publicis Singapose fyrir Crisis Relief Singapore (CRS). Herferðin sýnir myndir af fólki sem líður skort og er það umkringt hópi fólks sem heldur þumli á lofti og yfirskriftin er „Liking isn‘t helping.“ Samt sem áður skorti herferðina ákveðin gildi og þætti sem hefðu gert hana árangursríka, hún fékk áhorfandann eingöngu til að staldra við og hugsa um eigin aktívismahegðun og opna á vangaveltur um hvaða áhrif sófa-aktívismi í raun hefur.

Vörn sófa-aktívisma[breyta | breyta frumkóða]

Sem viðbrögð við gagnrýni Gladwells á sófa-aktívisma í „New Yorker“ (sjá að ofan), ritaði Leo Mirani svargrein sem tók á því að Gladwell gæti jafnvel haft rétt fyrir sér ef aktívismi fæli eingöngu í sér setuverkföll og beinar aðgerðir og átök á götum úti. Hann bendir á að ef aktívismi er hins vegar ætlaður til að vekja fólk til umhugsunar, hafa áhrif á skoðun fólks og vera mótandi í viðhorfi um heim allan þá „verði byltingin svo sannarlega send út á Twitter,“ [22] „Hashtögguð,“ [23] og „streymt á Youtube.“[24] Í mars árið 2012 ritar Matthew Green grein í Financial Times, þar sem hann vísar til viðleitni til að takast á við síendurtekið ofbeldi í tengslum við Lord‘s Resistance Army, að sófa-aktívistarnir sem stóðu að Kony 2012 myndinni höfðu „áorkað meiru með 30 mínútna myndbandi heldur en barátta diplómata, frjálsra félagasamtaka og fréttamanna síðan átökin hófust fyrir 26 árum.“[25] Þrátt fyrir niðrandi tilgang hugtaksins var gerð tengslarannsókn árið 2011, sem stýrt var af Georgetown University, sem nefndist „Andstæður trúfestu málefna“ leiddi í ljós að svokallaðir sófa-aktívistar eru svo sannarlega „líklegri til að stunda virkni sem hefur tilgang.“ ."[26] Þar vekur athygli að „sófa-aktívistar eru tvöfalt virkari í þátttöku en þeir sem ekki stunda sófa-aktívisma í sinni virkni“ og eiga sófa-aktívistanri því meiri möguleika á að hafa áhrif á aðra.[26] Merkjanlegur ávinningur sófa-aktívisma í að ná fram hreinum markmiðum fela í sér að útfæra sem skilvirkasta leið með sem minnstum tilkostnaði, mestu öryggi og sem umverfisvænstum hætti.[27] Þessir „samfélagmeistarar“ eru færir um að tengja þátttöku á samfélagsmiðlum við svörun, auknu gagnsæi í umræðu um efnahagslega, félagslega og stjórnmálalega virkni. [28] Þessu hugarfari fylgdi Andrew Leonard, greinarhöfundur hjá „Salon“, þegar hann skrifaði grein um siðfræði snjallsíma og hvernig við notum þá. Þó svo snjallsímaframleiðendur gangi gegn siðareglum og öðrum mannréttindum hvetur Leonard til notkun snjallsíma á þeim forsendum að tæknin sem þeir hafa upp á að bjóða geti nýst til að berjast gegn þeim brotum sem framin eru við framleiðslu þeirra. Möguleikinn á hröðum hnattrænum samskiptum virki dreifingu þekkingar á borð við þær aðstæður sem fyrirtæki búa starfsmönnum sínum og sýna hvaða áhrif það hefur á hnattvæðinguna. Leonard bendir á að símar og spjaldtölvur geti verið mjög árangursrík verkfæri sem stuðla að breytingum sem form sófa-aktívisma þar sem þau auka á möguleikana að dreifa þekkingu, gefa fjármuni og það sem hefur mest áhrif, segja skoðun okkar á mikilvægum málefnum. [29]

Aðrir eru mun jákvæðari á möguleika sófa-aktívisma þrátt fyrir að gera sér grein fyrir þeim gildrum sem fylgja stafrænu mótmælaformi. Zeynep Tufekci, aðstoðarprófessor við University of North Carolina og dósent við Berkman Center for Internet & Society skoðaði getu sófa-aktívisma til að hafa áhrif á samræmda hópaðgerð í mismunandi samfélagshreyfingum sem hluta af rannsóknum sem kallaðar eru Berkman Luncheon Series. Hún bendir á að stafrænn aktívismi er öflugur vaki fyrir stækkandi samfélagslegar hreyfingar og stjórnmálafélög, auk þess að vera áhrifarík leið til að virkja upp mismunandi getu til mótmæla, með aukinni upplýsingagjöf í gegnum samskiptanet staðbundinna hópa á jaðarsvæðum. Höfundarnir segja að þó sófa-aktívistarnir séu ekki eins virkir og hinn staðfasti minnihluti þá liggi vald þeirra í fjöldanum: „samanlagt framlag þeirra til útbreiðslu andófsskilaboða er stærðargráða sem er sambærileg við þá sem eru í innsta kjarna“. ".[30] Hins vegar heldur Tufekci því fram að aikin geta til að framkvæma andóf á sér þann fylgifisk að geta um leið veikt raunverulega getu til að hafa einhver áhrif þar sem sófa-aktívista getur mistekinst að ná fram þeim árangri sem ætlast er til af honum í andófinu og þannig séu líkurnar á breytingum minni. .[31]

Gerðir sófa-aktívisma[breyta | breyta frumkóða]

Smelltívismi[breyta | breyta frumkóða]

Hugtakið smelltívismi er lítt þekkt í íslensku en á ensku kallast það „clicktivism“ og er það notað til að lýsa aktívistum sem nota samfélagsmiðla til að skipuleggja einhvers konar virkni á borð við fundi, mótmæli og fleira. Þannig getur skipuleggjandinn fylgst með því hversu margir higsanlega mæta með því að vísa í fjölda smella á undirskriftarlistann eða boð á viðburð.[32] Sem dæmi má nefna breska aktívista hópinn UK Uncut sem notaði Twitter og aðra vefmiðla til að skipuleggja mótmæli og aðra virkni gegn fyrirtækjum sem sökuð voru um að skjóta sér undan skattagreiðslum.[33] Þetta er ein útgáfa sófa-aktívisma sem í raun kemur í stað eldri samskiptaleiða varðandi mótmæli (sími, munnleg skilaboð, dreifimiðar o.s.frv.) og byggist á lifandi þátttöku, mætingu á mótmæli. Hins vegar er smelltívismi notaður til að lýsa þeim internethluta sófa-aktívismans sem byggir á undirskriftum á þar til gerðum listum á netinu eða senda tölvupóst til stjórnmálamanna eða einhvers konar stjórnarmanna fyrirtækja.

Hugmyndin á bak við smelltívismann er sú að samfélagmiðlar gera fólki kleift að sýna málefni eða samtökum stuðning á einfaldan hátt. .[34] Megin fókus samtakanna er þar með orðinn að hækka þátttökutölur með því að krefjast sífellt minnkandi framlags meðlima eða áhorfenda[35] Smelltívismi getur einnig verið sýndur með því að fylgjast með árangri herferðar með því að skoða hversu mikið af „lækum“ hún fær. Smelltívismi leitast við að mæla stuðning, viðveru og ná til fleiri notenda án þess að fara fram á alvöru þátttöku. Sú virkni að „læka“ ljósmynd á Facebook eða smella á bænaskjal er í raun táknræn virkni þar sem hún sýnir fram á að einstaklingnum er kunnugt um stöðuna og birtir samferðamönnum sínum skoðanir og hugsanir sem þeir gætu haft um ákveðin málefni. Gagnrýnendur smelltívismans segja að þetta nýja fyrirbæri breytir samfélagshreyfingum til þess að beita auglýsingaherferðum í stað eldri aðferða. Þar eru skilaboð sendi og smellhlutfall er skráð. Stundum eru framkvæmd A/B próf. Til að bæta mælingarnar eru skilaboðin oft smækkuð til að gera „spurningarnar auðveldari og aðgerðir einfaldari.“ Þetta í raun lágmarkar félagslegar aðgerðir og breytir fólki í lista af netföngum á póstlista án þess að vita hversu margir þeirra eru virkir.[36][37]

Fjármögnun aðgerðahluta aktívisma hefur í seinni tíð átt sér stað með smelltívisma í gegnum netið og hafa vefir á borð við Kickstarter, Indegogo og Karolina Fund alla burði og möguleika til að nýtast í þannig fjármögnun sem byggir á því að fólk heima fyrir geti lagt fram fjármagn gegn því að fá eitthvað í staðinn - ef vill. Á ensku kallast þetta „crowdfunding.“

Íslenskur smelltívismi[breyta | breyta frumkóða]

Í apríl 2016 var sýndur í Kastljósi Ríkissjónvarpsins þáttur sem byggður var á gögnum sem fyrirtækið Reykjavík Media viðaði að sér og vann úr. Fyrir þáttinn hafði verið sett af stað söfnun á söfnunarsíðunni Karolina Fund til að standa að rekstri Reykjavík Media. Lítið safnaðist fyrir þáttinn en í kjölfar hans tók söfnunin kipp og á 12 tímum höfðu safnast þær 40.000 evrur sem fyrirtækið hafði ætlað sér að safna. Söfnunin hélt áfram og skilaði fyrirtækinu á annan tug milljóna í rekstrarfé.[38]

Góðgerðastarfsemi[breyta | breyta frumkóða]

Góðgerðatengdum sófa-aktívisma má lýsa sem aðgerðum sem styðja ákveðin málefni sem krefjast lítils framlags af hálfu einstaklingsins. Dæmi um góðgerðatengdan sófa-aktívisma á netinu getur verið að skrifa stöðufærslu á Facebook sem hvetur til að „læka“ við síðu góðgerðastarfs á Facebook, senda Twitterskilaboð eða jafnvel að endursenda twitterskilaboð frá góðgerðasamtökum með styrktarbeiðni, skrifa undir bænaskjöl eða undirskriftalista, senda og deila Youtube myndböndum um málefnið o.s.frv. Það er hægt að deila um það hvort einstaklingur sem ekki „lækar“ myndina til að aðstoða þá þurfandi, líði betur með sjálfan sig og líði þannig að þeir hafi gert eitthvað jákvætt fyrir einstaklinginn eða vettvanginn sem um ræðir. Vinsældir fyrirbærisins hafa aukist mikið hvort sem fólk ætli seér að ferðast til að hjálpa fólki sem hefur það ekki eins gott eða bara með því að „læka“ fjölmarga pósta á Facebook með það að augnamiði að hjálpa einstaklingnum á myndinni. Dæmi um það er Kony 2012 herferðin sem sprakk út í skamman tíma á samfélagsmiðlum í mars árið 2012. [39] Dæmi um góðgerða sófa-aktívisma utan internetsins gætu verið armbönd sem vekja athygli á málefni og varningur sem tengist stuðningi við einhver málefni, samanber rauða fjöðrin sem Lions hreyfingin hefur selt, álfurinn frá SÁÁ og Neyðarkallinn sem Landsbjörg og aðrar björgunarsveitir selja.

Hugtakið sófa-aktívismi er stundum notað til að lýsa viðbrögðum heimsins við jarðskjálftunum á Haiti 2010. Rauða krossinum tókst að safna 5 milljónum bandaríkjadala á 2 dögum í gegnum smáskilaboða söfnun.[40] Samfélagsmiðlum var beitt til að dreifa skilaboðum um jarðskjálftann. Daginn eftir skjálftann sagði CNN frá fjórum Twitterskilaboðum sem voru mest „lækuð“ þann daginn og tengdust þau öll jarðskjálftanum á Haiti. [40]

Góðgerðir sem virðisauki við vörukaup[breyta | breyta frumkóða]

Aðgerðin að kaupa vörur sem benda á stuðning við ákveðið málefni og auglýsa það að ákveðið hlutfall af kaupverðinu fari til þess góðgerðamálefnis. Í sumum tilvikum er gjafafénu skipti milli nokkurra eininga innan einna samtaka sem í orði hjálpar málefninu á nokkrum svæðum. Gagnrýnin á þessa aðferði virðist beinast helst að dreifingu gjafafjársins. Dæmi um þetta er Product Red herferðin þar sem neytendur gátu keypt rauð-merktar útgáfur af algengum vörum með því fororði að ákveðið fjármagn færi í baráttuna gegn alnæmi og HIV. Sófa-aktívistar eru einnig þekktir fyrir að kaupa vörur af fyrirtækjum sem hafa í gegnum tíðina styrkt ríkulega við ákveðin góðgerðamálefni. Það myndi flokkast sem áætlaður aktívismi þar sem í raun er aldrei hægt að reiða sig á stuðninginn ef ekkert ákveðið verkefni liggur að baki. Sem dæmi þá gæti sófa-aktívistinn keypt sér Ben and Jerry‘s ís vegna þess að stofnendur þess veittu talsverðu fé til góðgerðamála og létu vita vel af þessari samfélagsábyrgð sinni.[41]

Stjórnmál[breyta | breyta frumkóða]

Ákveðin gerð sófa-aktívisma bera með sér stjórnmálaleg markmið eins og að auka við stuðning í forsetaframboði eða skrifa undir undirskriftalista á netinu sem miðar að því að hafa áhrif á stjórnvaldsákvarðanir. Vefurinn Change.org var sagður hafa orðið fyrir árásum kínverskra hakkara sem áttu að hafa yfirtekið hann í apríl 2011. Change.org sögðu að í raun hefðu hakkararnir „haft þörf fyrir að taka vefinn niður og verði að líta á það sem eins konar sáttmála um ört vaxandi vinsældir Change.org og réttlætingu á bænaskjalinu: Leysið Ai Weiwei úr haldi.“ ]]."[42] Ai Weiwei, þekktur mannréttinda aktívisti var handtekinn af kínverskum yfirvöldum í apríl 2011 og leystur úr haldi 22. Júní 2011 í Beijing. Þetta var túlkað sem sigur Change.org vegna netherferðar og bænaskjals sem krafðist laustnar Ai á téðri vefsíðu.

Samúð[breyta | breyta frumkóða]

Samúðardrifinn sófa-aktívisma má finna sérstaklega á samfélagmiðlum á borð við Facebook þar sem notendur geta „lækað“ síður til að styðja við málstað eða sýna þurfandi fólki stuðning. Í þessari gerð sófa-aktívisma er að skipta um einkennismyndir á svæðum sínum á samfélagsmiðlunum þar sem samferðamönnum er sýnt að viðkomandi sé ekki sama um þann málstað.[43] Dæmi um það eru skotárásirnar í París í nóvember 2015 þegar í kjölfarið settu fjölmargir Facebook notendur franska fánann yfir einkennismynd sína eða teiknaða mynd af Eiffel turninum. Virkni af þessu tagi er talin koma að einhverju marki í stað þess að vera með barmmerki til að sýna samstöðu en þess ber að geta að myndskipti kosta ekkert en barmmerkin eru jafnan seld til fjármögnunar á verkefninu.

Innan samúðar sófa-aktívisma sjást oft myndir af ungum börnum, dýrum eða fólki sem virðist vera hálparþurfi á einhvern máta þannig að reyna að hafa áhrif á áhorfandann með sterkari tilfinningu fyrir málstaðnum. Notkun barna í herferðum á þennan hátt virðist yfirleitt vera áhrifaríkast til að ná til sem flestra.

Dæmi um samúðar sófa-aktívisma er herferð sænska dagblaðsins Aftonbladet „Vi Gillar Olika“ (Okkur líkar við mismunandi). [44] Þessi herferð var sett af stað gegn útlendingahatri og rasisma sem var mjög mikið hitamál árið 2010 þar í landi. Aðal tákn herferðarinnar var opinn lófi með textanum „Vi Gillar Olika“ sem var fengið úr herferð frönsku samtakanna SOS Racisme Touche pas à mon Pote árið 1985. [45][46]

Annað dæmi sem má nefna var í kjölfar morðana í Útey við Osló árið 2011 þegar 77 manns voru myrt. Notendur á Facebook settu norska fánann á einkennismynd sína líkt og gerðist með Parísarmorðin 2015. Þessi herferð náði eyrum sænska miðjuflokksins sem hvatti fólk eindregið til að setja norska fánann í einkennismynd sína til að sýna stuðning.[47]

Dæmi[breyta | breyta frumkóða]

Kony 2012[breyta | breyta frumkóða]

Kony 2012 var herferð á vegum Invisible Children í formi 28 mínútna myndbands um þá hættulegu stöðu sem mörg börn í Afríku væru komi í vegna ofríkis Joseph Kony, leiðtoga Lord‘s Resistance Army (LRA). LRA samtökin voru talin hafa rænt nærri 60.000 börnum og heilaþvegið drengi til þess að fara í skotbardaga og stúlkurnar voru gerðar að kynlífsþrælum.[48]

Herferðin var notuð sem tilraun til að sjá hvort myndband á netinu gæti náð svo stórum fylgjendahópi að það gæti gert stríðsglæpamanninn Joseph Kony frægan. Myndbandið varð á þeim tíma það sem fengið hafði örasta útbreiðslu og náði 100 milljónum áhorfa á 6 dögum. Herferðin jók verulega á vitund fólks og náði bæði til alþjóðlegra leiðtoga sem og hins almenna borgara. Viðbrögð og þátttaka í þessari herferð staðfestir að um sófa-aktívisma í góðgerðaskyni sé að ræða miðað við það hversu margir áhorfendur brugðust við því. Velgengni þessarar herferðar hefur verið rakin að mestu til þess hversu margir horfðu á myndbandið frekar en það fjármagn sem barst í söfnunina. Eftir að hafa horft á myndbandið fundu margir þörf hjá sér að bregðast við á einhvern hátt. Þeirra viðbrögð voru þó í flestum tilvikum að dreifa myndbandinu og sýna þannig stuðning í verki. Lýsing Sarah Kendzior hjá Aljazeera:

„Myndbandið virðist staðfesta dramatík sófa-aktívistanna: Áhorfendur gerðu sér ekki grein fyrir flóknum milliríkjadeilum sem gerðar eru að hálfgerðum hetjuskap með því að horfa á myndband, kaupa armband eða hengja upp veggspjald. Talsmenn Invisible Children herferðarinnar mótmæltu því að ásetningur þeirra að ná Kony hafi verið einlægur, viðbrögð þeirra við myndinni voru ósvikin – og að meirihluti þeirra sem studdu myndina hafi gert kröfu um að Joseph Kony sem hljóti að teljast jákvæð þróun í málflutningi á sviði mannréttinda.“[49]

Ránið á 276 stúlkum í Chibok[breyta | breyta frumkóða]

Vikurnar sem liðu eftir að 276 stúlkum var rænt af Boko Haram, í bænum Chibok í Nígeríu, hafði „hashtaggið“ #BringBackOurGirls náð miklu flugi á Twitter og endaði með því að gjörvöll heimsbyggðin sem á annað borð gat notfært sér Twitter sagði söguna af stúlkunum brottnumdu [50] og þann 11. maí voru Twitterfærslurnar orðnar 2,3 milljónir. Ein af þessum færslum sem vöktu athygli á málinu kom frá sjálfri forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama þar sem hún hélt á skilti með „hashtagginu“ og birt á opinberum Twitter vegg hennar.[51] Gerður hefur verið samanburður á #BringBackOurGirls herferðinni og Kony 2012 herferðinni. [52] Herferðin árið 2014 var skilgreind sem sófa-aktívismi af einhverjum gagnrýnendum, sérstaklega þegar vikur og mánuðir liðu án þess að nokkur árangur næðist við að ná til baka hinum brottnumdu stúlkum. [53][54] Mkeki Mutah, frændi einnar af stúlkunum 276 sagði:

„Það er til orðatiltæki sem segir: „Aðgerðir hafa meiri mátt en orð.“ Leiðtogar heimsins stigu fram og buðu fram aðstoð sína við að endurheimta stúlkurnar en við heyrum ekkert frá þeim. Spurningin sem mig langar til að spyrja er: Af hverju? Ef þeir vissu að þeir myndu ekki gera neitt þá hefðu þeir ekki gefið þetta loforð. En með því að stíga fram og segja heiminum þetta sé ég að þetta er pólitískur leikur, sem þetta ætti ekki að vera gagnvart stúlkunum.“ [55]

Ill meðferð katta á mynd 2014[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2014 birtist á Twitter mynd af fjölda katta sem bundnir voru við óárennilegar grindur í tilraunastofu og myndatextinn var: „Endursendu á Twitter ef þú ert andvíg(ur) dýraprófunum.“ Yfir 5.000 manns deildu skilaboðunum, án þess að gera sér grein fyrir því að myndin var eingöngu misnotkun af hálfu rafbarbara (net hryðjuverkamanni, e. hoaxer). Rafbarbarinn stal myndinni frá fréttasíðunni Gainesville Sun. Köttunum á myndinni hafði verið bjargað frá dýraníðingi sem safnaði að sér dýrum. Dýralækna nemar í University of Florida höfðu verið að undirbúa kettina til að gefa þá á góð heimili með því að þrífa þá með vatni og hlúa að dýrunum. [21]

Don't F with cats 2019[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2019 komu út heimildaþættir Don't F**k With Cats: Hunting an Internet Killer sem fjalla um þá spurningu hvort aukin athygli á misgjörðamanni getur hvatt hann til frekari illverka.

Í þáttunum er rakin saga manns sem í upphafi myndar það þegar hann kæfir kettlinga í plastpoka. Virkir í athugasemdum bjuggu til hóp á Facebook og hann stækkaði ört. Meðlimir hópsins fóru í rannsóknarvinnu og aðstoðuðu lögreglu við rannsókn málsins. Þetta ferli varð mjög skýrt dæmi um það hvernig sófa-aktívismi getur skapað múgsefjun án sannana en um leið hvernig sófa-aktívismi getur aðstoðað við lausn mála.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Snopes.com: Inboxer Rebellion (Internet Petitions) Geymt 17 janúar 2023 í Wayback Machine - discusses slacktivism in some detail
 2. Obar, Jonathan; og fleiri (2012). „Advocacy 2.0: An Analysis of How Advocacy Groups in the United States Perceive and Use Social Media as Tools for Facilitating Civic Engagement and Collective Action“. Journal of Information Policy.
 3. Obar, Jonathan (2014). „Canadian Advocacy 2.0: A Study of Social Media Use by Social Movement Groups and Activists in Canada“. Canadian Journal of Communication. Sótt 15 mars 2016.
 4. UNAIDS, UNAIDS OUTLOOK REPORT Geymt 5 mars 2016 í Wayback Machine, júlí 2010
 5. Christensen, Henrik Serup (2011). „Political activities on the internet: slacktivism or political participation by other means?“. First Monday. 16. Afrit af upprunalegu geymt þann 21 október 2012. Sótt 16 Mars 2016.
 6. „Stork Fountain Experiment #1: Why Facebook groups are not democratic tools | Virkeligheden“. Virkeligheden.dk. 23. september 2009. Afrit af upprunalegu geymt þann 20 desember 2016. Sótt 15 mars 2016.
 7. 7,0 7,1 Morozov, Evgeny (2011). The net delusion : the dark side of Internet freedom. New York: PublicAffairs. bls. 180.
 8. Hafdís Erla, Hafsteinsdóttir (2006). „Hómó Sófus“ (PDF). Stúdentablaðið. 4: 29. Sótt 4. febrúar 2016.[óvirkur tengill]
 9. Hafdís Erla, Hafsteinsdóttir (2006). „Hómó Sófus“ (PDF). Stúdentablaðið. 4: 29. Sótt 4. febrúar 2016.[óvirkur tengill]
 10. Carr, David. "Hashtag Activism, and Its Limits." The New York Times. 25 mars 2012
 11. Morozov, Evgeny. „From Slacktivism to Activism“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13 nóvember 2014. Sótt 17 mars 2016.
 12. Morozov, Evgeny. „Foreign Policy: Brave New World Of Slacktivism“. Sótt 16 mars 2016.
 13. Radsch, Courtney (Maí 2012). „Unveiling the Revolutionaries: Cyberactivism and Women's Role in the Arab Uprisings“ (PDF). Rice University. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 4. október 2012. Sótt 17. mars 2016.
 14. „Cyberactivism and the Arab Revolt: Battles Waged Online and Lessons Learned (Part 1 of 9)“. YouTube. 29 mars 2011. Sótt 16 mars 2016.
 15. Courtney Radsch (28 febrúar 2011). „Double-Edged Sword: Social Media's Subversive Potential“. Huffington Post.
 16. Christensen, Henrik Serup. „Political activities on the internet: slacktivism or political participation by other means?“. First Monday. Afrit af upprunalegu geymt þann 21 október 2012. Sótt 12 mars 2016.
 17. White, Micah. "Clicktivism Is Ruining Leftist Activism", The Guardian, 12 ágúst 2010, sótt 17. Mars 2016
 18. White, Micah. "Clicktivism Is Ruining Leftist Activism", The Guardian, 12 ágúst 2010
 19. 19,0 19,1 Gladwell, Malcolm (4 október 2010). „Annals of Innovation - Small Change - Why the revolution will not be tweeted“. The New Yorker. Sótt 10 mars 2016.
 20. Vitak, J., Zube, P., Smock, A., Carr, C. T., Ellison, N., & Lampe, C. (2011). It's Complicated: Facebook Users' Political Participation in the 2008 Election. Cyberpsychology, Behavior & Social Networking, 14(3), 107-114.
 21. 21,0 21,1 Brian Dunning (17 júní 2014). „Slacktivism: Raising Awareness“. Skeptoid. Sótt 15 mars 2016.
 22. Mirani, Leo (2 október 2010). „Sorry, Malcolm Gladwell, the revolution may well be tweeted“. London: The Guardian.
 23. Courtney C. Radsch (29 mars 2011). „The Revolutions Will Be Hashtagged: Twitter Turns 5 as the Middle East Demands Democracy“. Huffington Post.
 24. David Kenner (30 mars 2011). „YouTube Revolutions“. Foreign Policy. Afrit af upprunalegu geymt þann 12 júní 2013. Sótt 17 mars 2016.
 25. Matthew Green (12 mars 2012). „Let the Kony campaign be just the start“. Financial Times. Sótt 12 mars 2016. Snið:Innskráningar krafist
 26. 26,0 26,1 Andresen, Katya. „Why Slacktivism is Underrated“. Sótt 14 mars 2016.
 27. url=http://bayercenter.wordpress.com/2009/09/01/in-defense-of-slacktivism/
 28. Davis, Jesse (27. október 2011). „Cause Marketing: Moving Beyond Corporate Slacktivism“. Afrit af upprunalegu geymt þann desember 8, 2015. Sótt 22. nóvember 2011.
 29. Leonard, Andrew. "There Is No Ethical Smartphone" Saloncom RSS. Salon, 23 Febrúar 2012. Sótt 17 mars 2016
 30. Barberá, P.; Wang, N.; Bonneau, R.; Jost, J.T.; Nagler, J.; Tucker, J.; González-Bailón, S. (30 nóvember 2015). „The Critical Periphery in the Growth of Social Protests“. PLoS ONE. 10(11) (e0143611). doi:10.1371/journal.pone.0143611. Sótt 13 mars 2016.
 31. „Getting from No to Go: Social Media-Fueled Protest Style From Arab Spring to Gezi Protests in Turkey | Berkman Center“. Cyber.law.harvard.edu. 15 október 2013. Sótt 12 mars 2016.
 32. White, Micah (12 áugust 2010). „Clicktivism is ruining leftist activism“. London: Guardian. Sótt 16 mars 2016.
 33. „Clicktivists - a new breed of protestors'. London Evening Standard Online. 19 janúar 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann 19 febrúar 2011. Sótt 15 mars 2016.
 34. "What Is Clicktivism?" Clicktivist. Vefur. 10 nóvember 2014. <http://www.clicktivist.org/what-is-clicktivism/ Geymt 15 mars 2016 í Wayback Machine>.
 35. White, Micah. "Clicktivism Is Ruining Leftist Activism", The Guardian. 12 ágúst 2010
 36. White, Micah. „Rejecting Clicktivism“. AdBusters. Afrit af upprunalegu geymt þann 21 nóvember 2011. Sótt 13 mars 2016.
 37. White, Micah (12 ágúst 2012). „Clicktivism is ruining leftist activism“. The Guardian. Sótt 11 mars 2016.
 38. https://www.karolinafund.com/project/view/1080
 39. Cross, Allison (7 mars 2012). „Hunt for Ugandan war criminal Joseph Kony video goes viral“. National Post. Sótt 14 mars 2016.
 40. 40,0 40,1 Cashmore, Pete (14 janúar 2010). „Haiti quake relief: How technology helps“. CNN. Sótt 14 mars 2016.[óvirkur tengill]
 41. Mangold, W.; David Faulds (2009). „Social media: The new hybrid element of the“. Business Horizons.
 42. Daniel. „Chinese Hackers Vindicate "Slacktivism". ProjectQuinn. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. febrúar 2014. Sótt 17. mars 2016.
 43. Pappas, Stephanie (18 nóvember 2015). „French Flags on Facebook: Does Social Media Support Really Matter?“. LiveScience. Purch.
 44. „Vi gillar olika | Aftonbladet“. Aftonbladet.se. 18 janúar 2014. Sótt 9 mars 2016.
 45. sv:Rör inte min kompis
 46. Rör inte min kompis (2010). „Rör inte min kompis | Historia |“. rorinteminkompis.se. Afrit af upprunalegu geymt þann 26 janúar 2016. Sótt 14 mars 2016.
 47. Namn obligatorisk (júlí 2011). „Deltagande med det norska folket | Moderaterna i Upplands-Bro“. Moderaterna.net. Afrit af upprunalegu geymt þann 4 mars 2016. Sótt 11 mars 2016.
 48. Curtis, Polly, and Tom McCarthy. "Kony 2012: What's the Real Story?", The Guardian. 8 mars 2012. Vefur 13 mars 2016
 49. Kendzior, Sarah. "The Subjectivity of Slacktivism", Aljazeera, 5 apríl 2012, sótt 12 mars 2016
 50. Abubakar, Aminu; Levs, Josh (5. maí 2014). 'I will sell them,' Boko Haram leader says of kidnapped Nigerian girls“. CNN. Sótt 5. maí 2014.
 51. Litoff, Alyssa (6 maí 2014). „International 'Bring Back Our Girls' Becomes Rallying Cry for Kidnapped Nigerian Schoolgirls“. ABC News. Sótt 17 mars 2016.
 52. http://www.slate.com/blogs/the_world_/2014/05/20/the_depressing_reason_why_hashtag_campaigns_like_stopkony_and_bringbackourgirls.html
 53. http://www.washingtonpost.com/blogs/worldviews/wp/2014/05/06/is-bringbackourgirls-helping/
 54. http://www.huffingtonpost.com/2014/09/14/nigeria-girls-kidnapped-5-months_n_5791622.html
 55. http://www.aljazeera.com/indepth/features/2014/10/abandonment-bring-back-our-girls-2014101494119446698.html

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]