Aðgerðastefna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Götuvígi í frönsku byltinguni 1871

Aðgerðastefna er kölluð hver sú viðleitni sem viðhöfð er til að stuðla að félagslegum, pólitískum, efnahagslegum eða umhverfislegum breytingum. Það getur verið allt frá því að skrifa greinar í blöð, undirskriftasöfnun, taka þátt í pólitískum herferðum, efnahagslegum baráttum eins og að sniðganga viðskipti við ákveðin fyrirtæki eða lönd, mótmælafundum, mótmælagöngum, verkföllum, setuverkföllum, borgaralegri óhlýðni eða hungurverkfalls.

Sumir aðgerðasinnar reyna að sannfæra fólk um að breyta hegðun sinni beint, fremur en að sannfæra stjórnvöld um að breyta, eða ekki að breyta, lögum samfélagsins. Ýmsar samvinnuhreyfingar til dæmis leitast við að byggja upp nýjar stofnanir sem samræmast samvinnuhugsjóninni innan óbreytts samfélags, frekar en eða mótmæla pólitískt og prestar hvetja oft söfnuði sína til að fylgja tiltekinni siðferðisstefnu í viðleitni til að stuðla að breytingum.

Eins og með hverjar aðrar mannlegar aðgerðir getur hugtakið átt við hvern þann sem aðeins tekur þátt í stutta stund eða einu sinni, til þeirra sem helga líf sitt ákveðinni baráttu eða lífsstíl. Þannig er ekki eðlismunur á því hvort til dæmis virkjunarframkvæmdum er mótmælt með því að hlekkja sig við vinnuvélar eða mótmælenda sem neita að yfirgefa lítinn grasblett í hverfinu sínu svo bletturinn verði ekki grafinn upp og malbikaður, þar sem sambærilegum aðferðum er beitt, en það er stigsmunur þótt oft sé óljóst hvar hann er. Það eru því ekki allar aðgerðir aðgerðarstefnunnar verk aðgerðasinna.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist