Fara í innihald

Karolina Fund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Karolina Fund er íslenskur hópfjármögnunarvettvangur stofnaður í september 2012. Samkvæmt vef þeirra eru hátt í 30 þúsund skráðir notendur á síðunni sem hafa heitið yfir 1,7 milljón evrum.

Sambærilegar hópfjármögnunarvettvangar hafa verið stofnaðir erlendis á borð við Indiegogo (stofnað 2008) og Kickstarter (stofnað 2009) í Bandaríkjunum. Booomerang (stofnað 2011) í Danmörku, Invesdor.com (stofnað 2011) og Mesenaatti.me (stofnað 2013) í Finnlandi og Bidra (stofnað 2012) í Noregi.