Virkir í athugasemdum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þegar fjölmiðlar tengdu sig við athugasemdakerfi (ummælakerfi / kommentakerfi) Facebook fengu harðorðir notendur vettvang til að láta í sér heyra. Margir þeirra höfðu verið með blogg á bloggveitu Morgunblaðsins Blog.is. Í frumútgáfu athugasemdakerfa fjölmiðla birtist setningin "Virkur í athugasemdum" hjá þeim sem mest höfðu sig í frammi á þeim vettvangi. Síðar var þessum viðbótum eytt úr ummælakerfinu en þeir sem hafa verið mest áberandi hafa verið uppnefndir "Virkir í athugasemdum. Þeir sem eru orðljótastir hafa verið kallaðir "Myrkir í athugasemdum". Sumir þeirra sem stunda þessa iðju teljast vera nettröll.